Friday, July 18, 2014

25 á morgun

Mér finnst svo gaman að eiga afmæli! Ég veit ekki um marga sem eru jafn mikil afmælisbörn og ég. Ég veit ekki af hverju þessi spenningur og tilhlökkun stafar. Ég held þetta tengist því hvað ég er mikil dekurdrottning, það er ansi ljúft að eiga einn dag þar sem maður er miðpunkturinn. Ekki þar fyrir að ég lifi mig alveg jafn mikið inn í það þegar einhver nákominn mér á afmæli. Ég er yfirleitt með með afmælið hans Baldvins t.d. bakvið eyrað. Hugsa hvernig ég geti nú gert daginn hans sem bestan og eftirminnilegastan. Það er held ég bara eitthvað við það að veita einhverjum alla þá ómældu athygli sem kannski venjulega er ekki tími eða tækifæri til.

Vegna þess hversu mér finnst gaman að eiga afmæli vil ég yfirleitt halda upp á það. Í fyrra var ég úti í Stanford á afmælinu mínu. Ég man að þá fórum við upp í Hoover tower og eyddum svo öllum deginum í Palo Alto á röltinu, settumst í garð og á torg og nutum lífsins í sólinni. Það verður fátt um fína drætti hvað viðkemur veðrinu þetta árið er ég hrædd um. (En það er aldrei að vita nema þriðji í afmæli verði haldinn hátíðlegur á sunnudaginn ;) Árið 2012 ætlaði ég að sleppa öllum veisluhöldum, enda dauðþreytt, nýbökuð mamma. En elskulega systir mín og fjölskylda hennar og mamma og pabbi litu nú samt inn í kaffi og köku (komu meira að segja með kökur með sér, svo ég hafði nákvæmlega ekkert fyrir afmælinu...). Þar sem síðustu 2 ár hafa þessvegna ekki innihaldið mikil veisluhöld fannst mér nú eiginlega bráðnauðsynlegt að bjóða a.m.k. þeim nánustu í smá knús. Ég ákvað að halda bara pylsupartý eftir vinnu í dag og er bara ferlega sátt með þá ákvörðun. Finnst eins og helgin hafi lengst við það að gera þetta svona. Svo gaman að fá alla svona eftir vinnu og brjóta þannig upp daginn.

Baldvin stóð sig hrikalega vel í grillinu. Þar sem við erum ekki með aðstöðu til að taka á móti fólki í íbúðinni okkar þá vorum við í samkomusalnum í húsinu. Grillið er hinsvegar staðsett á svölunum okkar og því pínulítið vesen að hlaupa fram og tilbaka með pulsur og brauð. Baldvin leysti verkið þó vel af hendi og var í fínum fíling uppi að grilla með músíkina í botni á meðan allir hinir sátu og spjölluðu saman niðri.

 
Mér finnst ég ansi heppin með hann þennan!


Það er þó engin afmælisveisla án afmælisköku og ég varð þessvegna að skella í smá svoleiðis í gærkvöldi



 
Súkkulaðigrísinn ég var ansi ánægð með þær þessar :)
 

 
Ég er alltaf svo upptekin við allt annað en að taka myndir í svona samkvæmum, því er nú ver og miður.. En mig langar samt að birta þær nokkrar hér.

 
Þessi hjálpaði mömmu sinni að blása á kertið :)





 
Emilía Embla er svo heppin að eiga þónokkuð mörg eldri frændsystkin sem nenna endalaust að sinna henni.

 
Þessi stóri frændi er alltaf sprækur :)


 
 




 
Ég fékk svo margt fínt og fallegt, ég er yfir mig ánægð með daginn, veisluna, gjafirnar og hugulsemina. Fyrst og fremst er ég þó þakklát að eiga svona fína og frábæra fjölskyldu! Takk fyrir mig :)
Á morgun er svo alvöru afmælisdagurinn og mér skilst að betri helmingurinn sé með stífa dagskrá.. ég hlakka til!
 
 
 
 
 

Vahá langt síðan síðast..

Nei, hingað og ekki lengra. Nú hefjast endurlífgunartilraunir á þessari síðu!

"Nú" er kannski ekki alveg rétta orðið því ég er orðin alltof þreytt til að skrifa...

Kvöldið mitt fór í bakstur því ég er jú alveg að verða töttögogfemm!  :)

En ég ætla sko að vera dugleg á næstu dögum. Smelli inn einu laufléttu bloggi annað kvöld.. sjáumst þá!