Monday, April 6, 2015

Besta ákvörðun sem ég hef tekið

Jæja, þá er komið að þessu.
Ég er stödd í Washington (og búin að vera hér síðan á fimmtudag) og fyrsta keppnin mín er í kvöld kl 19. 

Í gær opnunarseremónían og ég á eiginlega engin orð.. Hér eru yfir 600 laganemar hvaðanæva að úr heiminum. Við erum að tala um Afghanistan, Albaníu, Argentinu, Armeníu, Austurríki, Ástralíu, Bahamas, Bahrain, Hvíta Rússland, Belgíu, Brasilíu, Bulgaríu, Kambodíu, Kanada, Chile, Kína, Taipai, Kolumbíu, Costa Rica, Kýpur, Tékkland, Dóminíska lýðveldið, Eþíópía, Finnland, Frakkland, Gambia, Georgíu, Þýskaland, Grikkland, Guatemala, Hong Kong, Ungverjaland, Indland, Indonesía, Írland, Íran, Ítalía, Ísrael, Jamaica, Japan, Kazakhstan, Kenýa, Kosovo, Kuwait, Lettland, Litháen, Luxembourg, Macau, Malasía, Mexico, Nepal, Holland, Nýja Sjáland, Nígería, Pakistan, Palestína, Panama, Perú, Filippseyjar, Pólland, Portugal, Puerto Rico, Portúgal, Rúmenía, Rússland, Serbía, Singapore, Slóvakía, Slóvenía, Suður-Afríka, Suður-Kórea, Spánn, Sri Lanka, Svíþjóð, Sviss, Tanzania, Tailand, Trinidad og Tobago, Tyrkland, Úganda, Úkraína, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, Bretland, USA, Uzbekistan, Venezuela, Víetnam og svo Ísland.

Eins og sjá má er þetta alveg ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt, frá nokkrum löndum eru líka margir skólar. Öll liðin voru kölluð upp í gær og gengu með fánann sinn í gegnum salinn og öllum var fagnað. Fagnaðarlætin voru hvað mest þegar Úkraína var kölluð upp (en málið snýst að hluta til um Krímskagann), Palestína fékk líka heilmikil fagnaðarlæti, Kuwait, Kosavo og Kenya líka. Ísland fékk líka extra klapp. Þetta var ÆÐISLEGT! Gæsahúðin er svona rétt að rjátlast af mér. 

Mér finnst þetta svo magnað fyrirbæri. Hér er fólk frá allskonar menningarheimum sem lifir ólíku lífi og býr við mjög mismunandi kjör. Eitt eigum við þó öll sameiginlegt og það er Jessup. Við erum öll að flytja sama málið og búin að vera að pæla í sömu hlutunum. Mér finnst ég óendanlega heppin að fá þetta tækifæri til að kynnast þessu fólki og ég ætla mér að nýta það sem best. Keppnin er ekki hafin en við höfum þó haft tækifæri til að spjalla við þónokkuð af fólki héðan og þaðan. Það er nokkuð ljóst að það að taka þátt í Jessup er það viturlegasta sem ég hef gert síðastliðin tæpu 26 ár. 

Dagurinn í dag mun fara í að stúdera ræðuna mína enn betur og hlakka til kvöldsins.