Friday, October 25, 2013

Vandræðadagur

Það er ekki hægt að segja annað en að allt hafi gengið á afturfótunum í gær...

Ég eyddi "ljótt orð" alltof mörgum klukkustundum í að lesa eitthvað sem átti ekki að lesa. Hefði verið allt í lagi ef það hefði tengst efninu sem ég átti að lesa á einhvern hátt, verið áhugavert... eða bara einhver plús þið vitið. En nei.. svo var ekki. Það hjálpaði ekki við að ná að rétta úr kútnum skv. þessu lesplani..

Ég fór svo til mömmu og pabba sem búa alveg í hinum enda bæjarins til að fá að nota hrærivélina þeirra (til að stífþeyta eggjahvítur, meira um það á eftir) bara til þess að fatta að ég gleymdi lyklunum. Þurfti því að bruna til baka og eyða öllu bensíninu sem hafði tekið áður en ég lagði af stað og öllum tímanum sem ég hafði ekki.

Loksins gat ég svo farið að stífþeyta. Hræri og hræri... hringi í mömmu þegar ekkert er að gerast og hún segir mér hvað ég þurfi að bíða ca lengi á hvaða stillingu svo ég bíð bara róleg. Svo hræri ég alveg þar til mamma kemur heim og bara nada! Ekkert að gerast. Segir þá mamma smartiepants ekki "tókstu ekki örugglega rauðurnar frá?" Vúbbs... ég hafði semsagt reynt að stífþeyta eggjahvítur með eggjarauðum - niðurstaða þeirra tilraunar var að það er ekki hægt, þannig að nú þurfið þið ekkert að reyna það. 

Mikið sem ég var fegin þegar þessi dagur endaði og ég gat skriðið upp í rúm.
Nú ætla ég að gera aðra tilraun til að lesa ofsalega mikið, og réttar blaðsíður í þetta sinnið...

Thursday, October 24, 2013

Örblogg

Vitiði, það er svo oft sem ég er búin að smíða heila bloggfærslu í hausnum á mér en er of upptekin þá stundina við að gera eitthvað allt annað til að koma henni í áþreifanlegt form. Og þannig líða dagarnir, ég of upptekin fyrir lífið, eða of þreytt til að nenna að ná í myndavélasnúruna! 

En úr því það varð aldrei úr bloggfærslunum ætla ég að setja hér stikkorð sem segja til um hvað ég hef verið að hugsa..

- Um daginn var ég í skólanum, einn af þessum löngu skóladögum þið vitið. Þar sem maður finnur hvað lífslöngunin sogast hægt og rólega út um öll vit eftir því sem líða tekur á.. Eníveij. Ég var, að venju, of lengi að útbúa booztið mitt um morguninn og þurfti að gleypa það í mig og hafði nákvæmlega engna tíma til að búa til nesti. Ég neita því ekki að mér fannst ánægjuleg tilhugsunin um að geta fengið mér túnfisksamloku í Hámu í hádeginu. Líða tímarnir og loksins kemur smá hlé þar sem ég get skotist til að kaupa... en nei, túnfisksamlokan búin. Vonbrigðin voru gífurleg, gífurleg segi ég og skrifa! Frumurnar í líkama mínum eru alveg örugglega uþb helmingur kvikasilfur eftir túnfisksát í gegnum tíðina enda veitt ég fátt betra. Fékk í staðin einhverja alveg virkilega vonda samloku með roastbeef.. og nei, ekki remúlaði og lauk heldur einhverri sultu! Hvað er nú það?!

Okei þessi úrdráttur varð aðeins of langur, hefur kannski eitthvað að gera með þráláta þörf fyrir túnfisk, og nú er tími minn eiginleag uppurinn (ég er í læripásu sjáiði til, þær mega ekki lengjast um of þar sem ég er nokkur hundruð bls á eftir áætlun). Þannig að ég verð að hraðspóla í gegnum næstu topic

- Stanford hittingur, snilld!
- Deit með manninum, óborganlegt!
- Leikhús, gaman!
- Skemmtilegasta barn í heimi, skemmtilegt!
- Mikið að læra, stressandi!
- Dugleg í ræktinni, stoltust!
- Bíó, gaman!


Já, svei mér. Ég held það sé þá þar með upp talið!

Á döfinni er svo útskrift á laugardaginn. Ég verð nú að segja að ég er ekki beint í útskriftarstemningu, standandi á haus í félagaréttarbók og syndandi í ritgerðum. Ojæja.. ég fæ allavegana að taka mér pásu og halda veislu og baka. Bakstur hefst í dag! 



Sunday, September 29, 2013

Rikidaemi!

Vitidi.. Stundum lidur mer bara tanning ad eg se u.t.b. ad springa ur hamingju. Held eg gaeti jafnvel verid half otolandi hamingjusom! En svona er tetta bara.. Besti vinur minn er madurinn minn of skemmtilegasta barn i heimi er dottir min, hvad gaeti klikkad?!?

Sunday, September 22, 2013

Dagurinn minn i myndum

Eg keypti mer nyjan sima i dag og er nu loksins komin med almennilega myndavel. Mig langar tvi ad deila hluta ur deginum minum med ykkur :)

Ljúfar helgar

Ég ætlaði svoleiðis að skella inn einni færslu eftir síðustu helgi en svo tók gubban völdin og þá er bara allt í einu aftur komin helgi. Það er náttúrulega ekki í lagi hvað tíminn flýgur!

Seinasta helgi var alveg frábær. Enda þótt að húsbandið hafi legið í gubbunni á laugardag og sunnudag.. Meiri endemis viðbjóðurinn sem sú pest er.

Á föstudagskvöldið fórum við Baldvin á date. Það fyrsta almennilega síðan við giftum okkur. Það er nú ekki hægt að neita því að það var voða ljúft að komast aðeins út bara tvö, barnlaus og ekkert stress :)
Við byrjuðum á að fara á Steikhúsið - staður sem við mælum klárlega með!
Við fengum okkur svona matseðils-combo, þriggja rétta dásemd!







Svo dásamlegt! Þangað ætlum við sko klárlega aftur



Eftir matinn drifum við okkur heim og skelltum okkur í þægilegri föt og fórum svo í Bogfimi hjá Bogfimisetrinu. Það er eitthvað sem ég mæli klárlega með. Ótrúlega skemmtilegt og alveg viðráðanlegt í verði :). Svo er fólkið sem vinnur þarna svo miklir fagmenn. 


Svona án þess að ætla að monta mig neitt mikið.. þá vann ég Baldvin! Það gerist sárasjaldan og er því þeim mun sætara. Honum fannst það ekki jafn skemmtilegt...

Á laugardagsmorguninn vaknaði Baldvin alveg fárveikur svo að ég fór til mömmu og pabba að sækja skottið litla og við enduðum á að eyða deginum með þeim og Evu Maríu. Fórum á Fabrikkuna og fleira skemmtilegt. 




Þessari fannst sætu kartöflufranskarnar alls ekki svo galnar!


Á Laugardagskvöldið var svo spilakvöld með familíunni. Það klikkar aldrei! Svo skemmtilegt og létt klikkað lið :)


Þessi helgi hefur svo síður en svo verið af verri gerðinni.
Í gær fengum við góða gesti í kaffi og ég skellti af því tilefni í ljúffenga snúða


Ég klikkaði auðvitað á að taka myndir af gestunum....


Um kvöldið fengum við Baldvin svo þá skyndihugdettu að fá mömmu og Siggu til að spila við okkur. Mikið hlegið og mikið gaman!


Ég ætla að setja inn uppskriftina að snúðunum við allra fyrsta tækifæri. Þeir voru mjög svo ljúffengir! :)


Wednesday, September 11, 2013

Góð byrjun á degi

Ég er með svo dásamlega stundaskrá.
Þannig er að ég mæti á mánud, þriðjudögum og föstudögum í skólann en er í fríi á miðvikudögum og fimmtudögum. Það jafnast ekkert á við tvær helgar í einni viku :)

Litla skottið fór auðvitað í leikskólann í morgun. Hún stóð sig eins og hetja og það er yndislegt að koma og sækja hana og sjá hana una sér vel og dunda sér. Svo ekki sé talað um hvað andlitið ljómar þegar hún sér mig. Það er svolítið notalegt að vera svona stórstjarna í augum þessarar litlu dúllu.

Ég skundaði í ræktina eftir að hafa farið með skottið á leikskólann. Ég fór í morgunþrekið hjá Þórhöllu á nesinu. Mæli eindregið með tímunum hennar! Þeir eru æðislegir. Eftir fyrri hálftímann (sem var að mér fannst svona þrír tímar, mér fannst ég hafa púlað meira en meðalJóninn gæti mögulega gert á litlum þrjátíu mínútum) var líkaminn þó við það að fara í verkfall. Líkamsrækt á stangli í sumar skilaði víst ekki bættu þoli og þreki og ég var því eins og undin tuska. En til þess er leikurinn víst gerður.

Þegar ég kom heim bjó ég mér til dýrindis boozt. Mig langaði í eitthvað agalega ferskt og auðvitað hollt. Ég ákvað að prófa að gera boozt með spínati. Það er eitthvað sem ég hef alltaf ætlað að prófa. Ég hef alltaf búist við að út úr því komi alltof mikið spínatbragð og mér finnst grænmetisdrykkir hreint út sagt ekkert voðalega spennandi. En jeremías minn hvað þetta var ljúffengt!


Drykkurinn varð að sjálfsögðu að fara í svona fínt glas. Mun skemmtilegra að drekka boozt úr svona glasi heldur en mjólkurglasi!
Dagurinn minn fór því vel af stað. Restinni eyddi ég svo í lestur og sótti svo litla skottið um þrjú leytið. Ansi langur vinnudagur þegar maður er bara eins árs!
´

Spínat orkudrykkur

Vanilluskyr - ég nota KEA, litla dós
Væn lúka af spínati
Banani
Ágætis slatti af frosnum ananas - ég tók u.þ.b. þrjár lúkur, kannski rétt tæplega
Hálft lime kreist út í - gerir algjörlega gæfumuninn
Örlítið agave sýróp
Appelsínu Brazzi - ég setti vænan slurk af honum en því meira því þynnri verður drykkurinn.


Þetta kom mér virkilega á óvart eins og ég segi. Verður klárlega reglulegt hér á þessum bæ. Svo er auðvitað hægt að gera margar varíasjónir og setja út í þetta það sem manni dettur í hug. En mér fannst skemmtilegt að bregða út af berjavananum og fara í spínatið - sem er auðvitað stútfullt af hollustu :)






Thursday, September 5, 2013

Ég er á lífi!

Ég veit ekki hvursu oft ég hef hugsað, nei hingað og ekki lengra, nú verð ég að fara að blogga! En svo allt í einu þá bara geri ég það óvart ekki. Svo þegar ég í alvörunni ætlaði að gera það seinast þá var myndavélasnúran týnd. Og ég sem lofaði myndum í næsta bloggi. Út í búð með mig að kaupa snúru! Snúran er komin og nú get ég andað léttar!

 Ég skil ekkert í sjálfri mér að hafa ekki skrifað niður hugsanir á meðan á Stanford dvölinni stóð. Ég man það bara næst.. Ferðin var yndisleg, frá upphafi til enda, og ég væri svo alveg til í að hafa fengið að vera bara örlítið lengur.. Ég bið nú ekki um mikið!

 Við stoppuðum nokkrar nætur í NY á leiðinni heim. Löbbuðum eins og vitleysingar allan þann tíma sem við vorum þar og náðum að sjá merkilega mikið. Húsbandið var búið að útbúa googlemaps kort sem var fullkomið. Ég er ekki að gantast með það að hann var eins og innfæddur og leiddi mig um stræti og breiðgötur og vissi allt. Gat sagt mér hvaða þættir/myndir voru teknar upp hér, hver bjó hér og þar, var kominn með skemmtilega matsölustaði og hann var meirað segja búinn að setja klippur úr þáttum/bíómyndum sem hann ætlaðist til að við horfðum á á þeim stað sem þær voru teknar upp. (... eru ekki allir sammála um að hann sé örlítið nörd?)



Grand Central, ófáar senurnar sem maður hefur fengið að sjá þaðan.

Húsbandið og Grand Central
Bókasafnið
Rockafeller


Ísland!
Friday´s og skottið litla að lita

Þakka almættinu fyrir þennan poka, þar sem daman lét nú ekki bjóða sér kerruna nema stöku sinnum.

Ó það var heitt
Litla fjölskyldan
Hann er vígalegur þessi!
Yndislegt! Gamlir járnbrautateinar sem nú er búið að breyta í göngugötu
Friendsfíkillinn sáttur
Washington Square Park
Þarna bjó karakter Will Smith í I am legend
Þarna býr Alec Baldwin
Empire State - hótelið okkar var í 2 mín göngufjarlægð
Flat Iron
9/11 memorial - blómið sem þið sjáið þarna vinstra megin er sett hjá þeim sem hefðu átt afmæli þann daginn. Þennan dag var mikið af blómum, sem gefur okkur góða hugmynd um hversu margir það voru sem létu lífið. 
Fyrir utan Ritz hótelið var þessi bíll. Það var rautt reipi allt í kring og NYPD lögga að passa bílinn. Búgattí heitir hann víst og þykir eitthvað voðalega fínn. Húsbandið var allavegana alveg gapandi og rasandi og starandi og slefandi. Eftir smá spjall við lögguna kom í ljós að það var Saudi arabískur prins sem átti hann. 
Duglegi ferðalangurinn minn!

Einn daginn rigndi - fyrsta rigningin sem við sáum frá því við fórum af Fróni. Þá tókum við upp vatnshelduvideovélina okkar sem jafnframt er myndavél (bestu kaup lífs míns). Og því er ég ekki með þær myndir í þessari tölvu.
Á þeim má hinsvegar sjá ráðhúsið, dómstólana, rigningu, starbucks og fleira, þið verðið bara að nota ímyndunaraflið.

 En jæja, vildi bara aðeins reka inn nefið og prófa þennan myndafítus.
 Litla skottið er á leikskólanum, maðurinn í vinnunni og ég á að vera að læra.

 Takk og bless