Tuesday, June 16, 2015

HÆ!

Það er einhvernveginn þannig að því meira af skemmtilegum hlutum sem ég geri, því minna blogga ég. Svei mér þá. En ég segi það og skrifa að ég ætla að koma með Búdapest blogg, Washington blogg og Ljubljana blogg áður en langt um líður. Nú er ég nefninlega á fullu í ritgerðarskrifum sjáiði til. Þá er alltaf sniðugt að finna sér eitthvað annað að bjástra við... ehmm já.

Talandi um ritgerðina. Ég er komin núna vel á veg með að dúndra niður efni. Ég er svolítið að tækla þetta bara þannig að ég reyni að bauna útúr mér öllu því sem mig langar að koma að. Fagurfræði, formfræði og setningarfræði fá að bíða betri tíma. Mér finnst ritgerðarvinna bara ofsalega skemmtileg. Ég er að vísu alveg að fara að verða búin að geta frestað þessum leiðilega erfiðu köflum en þó þeir séu ef til vill strembnastir þá er svo gaman að lesa og fræðast um ritgerðarefnið að ég bara ætla ekkert að vorkenna mér neitt yfir því. Ég er nokkuð viss um það að ég hafi fundið mitt áhugasvið loksins. Alþjóðalögfræði er eitthvað sem heillar mig gífurlega og mikið sem ég vonast til að geta unnið við það í framtíðinni. Verst hvað Ísland er mikill útjaðar þegar kemur að þessu. Við sjáum til.

Það styttist heldur betur í flutningana. Við losum íbúðina í lok júlí og það er allt í einu bara kominn miður júní svo það er nóg að gera á skipinu. Akkúrat þessa stundina er allt upp í loft og heimilið okkar eins og lager þar sem við erum að sortera í geyma, selja, gefa, henda hrúgur hér og hvar. Þetta gæti verið fullt starf fyrir tvær manneskjur í tvo mánuði að fara yfir þetta blessaða dót sem við höfum sankað að okkur sl. 5 ár. En mikið sem ég hlakka til að vera búin að fara í gegnum þetta og einfalda okkur lífið. Það er þegar farið að láta á sjá. Blenderinn okkar fékk sér nýtt heimili svo að nú verður ekki meiri booztgerð á Eggertsgötunni. Þá eignaðist kerran okkar framhaldslíf áðan. Rétt í tæka tíð fyrir 17. júní... kannski ekki smartasta trixið í bókinni en sonneritta.

Jæja, nú er vinnudagurinn víst búinn í bili. Ég þarf að fara að sækja skottið mitt litla sem er reyndar ekkert svo lítil lengur. Hún er sko að verða ÞRIGGJA ára um helgina og stefnir allt í þriggja daga veisluhöld. Það er nú eiginlega bara nauðsyn svona úr því þetta er síðasta afmælið á Íslandinu í bili. Oboy..