Monday, July 11, 2016

Minn árangur

Ég er í besta formi lífs míns. Mér hefur aldrei liðið betur, hvorki á líkama né sál. Ég hef marg ítrekað verið spurð að því hvað ég sé eiginlega að gera. Ég á svolítið erfitt með að svara því. Sannleikurinn er nefninilega sá að ég veit ekki hvers vegna "þetta tókst" núna en ekki í hin 1000 skiptin sem ég hef ætlað mér þetta. Ég veit ekki hvers vegna hausinn ákvað allt í einu að vera með núna en ekki í hin 1000 skiptin sem ég þrábað hann um það.

Ef ég brýt árangur minn samt niður í það sem ég tel vera einfaldasta og réttasta svarið við því hvað ég sé að gera er svarið þetta: Ég er að næra líkamann rétt, ég vel mér mat sem mér líður vel af og reyni að sneiða fram hjá mat sem lætur mér líða illa. Ég vel hollari kostinn en það er lítið um boð og bönn. Ég hreyfi mig á hverjum degi og einset mér að sjá framfarir hjá sjálfri mér í þyngdum, hraða og krafti. Hugarfarið er einfaldlega: Þetta er lífstíllinn sem ég vil lifa til frambúðar, svona líður mér best! Ég er ekki að þessu til þess að passa í þessa flík fyrir þennan tíma eða hespa þessu af og þegar ég næ markmiði X þá megi ég sko gúffa í mig öllu sem ég vil. Nei takk, þannig gengur þetta ekki. Og bara svona til þess að það komi fram þá er ég ekki að taka nein fæðubótarefni (ekki einu sinni próteinduft) - ekki það að ég hafi eitthvað á móti slíku, mig langar bara að sýna fram á að þetta er vel hægt án þess.

Hljómar einfalt ekki satt? Það gerir það auðvitað, enda vita allir hvað til þarf til þess að líkaminn standi sig sem best. En við vitum það hins vegar líka öll að það er ekkert einfalt að fara eftir þessu. 

Mig langar að koma með greinabetri póst bráðum en þangað til vil ég hvetja þig til að taka myndir til að sjá árangurinn. Ég tók ekki myndir í upphafi og hef ekki verið dugleg að láta taka af mér "heildarmyndir", og ég sé eftir því - en það er brjálæðislega gaman að bera saman myndir og gefur manni þvílíka innspýtingu.

Snappið mitt er beh26 ef þú vilt fylgjast með - það eru að vísu misgáfulegir hlutir sem rata þangað inn :)

Hérna er smá sýnishorn:





byrjun júlí 2016 v. lok des 2015



júní 2016 v. maí 2015


nóv 2015 (held ég) v. maí 2016


maí 2015 v. júní 2016


Jarðaberjasorbet og heimatilbúið vöffluform

Ég elska ís, elska segi ég!
Ef peningar yxu á trjánum og ís væri meinhollur myndi ég sporðrenna nokkrum á dag. Því er nú því miður ekki alveg þannig farið. EN, vitiði bara hvað? Ég bjó til alveg svakalega góðan jarðaberjasorbet um helgina og heimatilbúin vöffluform sem maður getur borðað með góðri samvisku! Svo er hægt að leika sér endalaust, súkkulaðihúða hluta formsins, bræða 70% súkkulaði og dýfa ísnum í, hafa hakkaðar möndlur á forminu eða yfir ísinn.. möguleikarnir eru endalausir get ég sagt ykkur!

Ég ætla að deila herlegheitunum með ykkur og get fullyrt að þið verðið ekki svikin!




Jarðaberjasorbet:

4 bollar frosin jarðaber
3 tsk akasíuhunang eða agavesíróp
1/2 bolli létt AB mjólk
1-2 tappar sítrónudropar / 1 msk ferskur sítrónusafi

Þessu er öllu blandað saman í matvinnsluvél þangað til þetta er farið að líta rétt út. Einfalt ekki satt?!

Heimatilbúið vöffluform:

1 bolli hreint skyr
1-2 tappar vanilludropar
tæpur bolli erythriol
rúmur bolli spelt hveiti
1/4-1/2 tsk kanill
1 tsk Xantham gum (má sleppa)

Þessu er öllu hrært saman þannig að úr verður nokkurs konar deig. Rúmlega msk svo flatt í höndunum bara í ca hring, sett í mínútugrill í smá stund þar til farið að brúnast. Ég sneri því þegar tíminn var ca hálfnaður til þess að fá réttu rákirnar í formið. Svo er lykilatriði að móta formið á meðan það er enn heitt og það látið kólna þannig. Voilá! Töfrum líkast!