Sunday, March 6, 2016

Hollar brownies

Það vita þeir sem þekkja mig að ég elska súkkulaði, hverju nafni sem það nefnist. Ég er búin að láta mig dreyma um súkkulaðiköku núna í nokkrar vikur en einhvernveginn hef ég ekki haft tíma til að skella í eina slíka á síðustu nammidögum. Elsku mamma gerði sér hins vegar lítið fyrir í dag og vippaði fram úr erminni einni skúffu. Nammidagurinn minn var í gær svo það var ekki í boði fyrir mig að úða í mig þessum kræsingum. Ég tók því til minna ráða og bjó til þessar brownies hér: https://www.pinterest.com/pin/404479610260011066/  

Enginn viðbættur sykur, ekkert hveiti og ekkert smjör. Þetta hljómar nú auðvitað of hollt til að vera gott, er það ekki? En ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum! Þvílík endemis snilld. Hollusta þarf sko síður en svo að vera þurr eða leiðileg!

Ég var of spennt að gúffa til að taka fallegar myndir svo þið takið þessum myndum með miklum fyrirvara. 





Ég umbreytti bollamælingum í dl, einfaldlega vegna þess að ég á ekki mælibolla. Í stað grískrar jógúrt notaði ég hreint skyr og ég notaði Erythriol sem sætu.

Hollar brownies
1,8 dl hreint skyr
0,6 dl Fjörmjólk
1,2 dl Kakó
1,2 dl Haframjöl
1,2 dl Erythriol
1 egg
0,8 dl Epla og perumauk 
1 tsk lyftiduft
smá salt

Aðferðin er sú allra einfaldasta. Þessi er öllu blandað saman (ég notaði blandara) og svo hellt í bökunarform (fínt að spreyja aðeins olíu í formið). Formið er svo sett inn í 200° heitan ofn í u.þ.b. 15 mín. 

Ég hvet ykkur eindregið til að prófa!




No comments:

Post a Comment