Thursday, January 23, 2014

Ný uppgötvun!

Á netrúnti mínum nýlega sá ég uppskrift að túnfisksalati með eplum. Ég varð að prófa!
Ég elska túnfisk og þá sérstaklega túnfisksalat. Það gerir hinsvegar engum gott að borða túnfisksalat með majó í öll mál svo það er þónokkuð síðan ég skipti majonesinu út fyrir kotasælu. Ekki finnst mér það nú síðra.
Í túnfisksalatið mitt fer því allajafna:

-1 túnfiskdós í vatni
- slatti af kotasælu, Ég er ekki með nákvæmt magn... 4-5 matskeiðar kannski? Bara þangað til áferðin er orðin þægileg og mér finnst hlutföllin lúkka girnó
- 2 egg
- salt og sítrónupipar eftir smekk

Þetta er semsagt grunnurinn. Út í þetta er gott að setja allskonar gúmmelaði. Rauðlaukur, maísbaunir, paprika, avocado, chili, ferskt kóríander .. - allt eftir smag og behag. Og nú nýjasta nýtt - epli!

Það kom bara rosalega vel út (með hrökkbrauði) og rann ljúflega niður með grænni boozt-bombu í hádeginu í dag

Mæli meðissu!!



P.s.: ef einhver er með skemmtilegar túnfisksalat hugmyndir þá má sá hinn sami endilega henda slíku á mig!

3 comments:

  1. ég geri oft þetta :
    túnfiskdós
    kotasæla
    rauðlaukur
    paprika
    svartur pipar

    og eg borða þetta bara eintómt :) hef meira af túnfisknum þannig að þetta verði svona meira salat en svo hef ég líka sett þetta á kex ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já ég borða þetta einmitt oft eintómt, eða hef jafnvel með smá pasta :) m-m-mmm

      Delete