Friday, January 24, 2014

Gleðilegan bóndadag!

Mér finnst gaman að stjana við bóndann minn alla daga en mér finnst samt alltaf jafn gaman þegar bóndadagurinn rennur upp.
Undanfarna bóndadaga hef ég vaknað snemma og útbúið morgunmat handa Baldvin og ég gerði enga undantekningu á því í morgun.
Ég stillti vekjaraklukkuna semsagt á 6:15 og læddist þá fram. Ég bjó til amerískar pönnukökur sem eru í uppáhaldi hjá bóndanum, skar niður jarðaber, banana og mangó, bræddi suðusúkkulaði og hvítt súkkulaði og bar svo einnig á borð sýróp og sultu. Ég bjó svo til hressandi, grænt boozt til að hafa með þessu og þá var kl orðin 7:15.
Þá kom að því að vekja feðginin, en það er harla erfitt að fá þau tvö til að vakna. Þau voru hinsvegar hálfpartinn rifin fram úr án þess að ná að jafna sig þar sem ég var svo spennt að byrja að borða!





Elsku besti bóndinn minn sem ég er svo heppin að eiga!


Þessari fannst sko ekki leiðilegt að fá pönnukökur með súkkulaði í morgunmat

Það er svo ofsalega skemmtilegt að gleðja Baldvin. Hann býst aldrei við neinu, biður aldrei um neitt og gleðst alltaf svo innilega, sama hvað maður gerir fyrir hann. Ég er heppin að fá að vera sú sem kallar hann bóndann sinn!

Ég vona að þið njótið dagsins!


1 comment: