Thursday, January 30, 2014

Eggjabananahafrapönnsur!

Ég á oft í stökustu vandræðum með hvað ég á að fá mér í hádegismatinn. Best finnst mér ef það er afgangur frá kvöldinu áður, en því er nú ekki alltaf að heilsa. Svona til að sporna við því að frumurnar mínar breytist í kvikasilfur verð ég líka stundum að hafa eitthvað annað en túnfisksvaríasjónir.
Undanfarið hef ég stundum gert mér eggjabananahafrapönnsur. Hrikalega einfalt, eintóm hollusta og bara ansi bragðgott! Held samt að uppáhaldið mitt við þær sé áferðin, ég bara elska áferðina!

Hráefnin eru eins einföld og hugsast getur!
Ég ég er að útbúa þetta bara fyrir sjálfa mig helminga ég magnið sem ég gef upp hér að neðan og þá er ég vel södd. Þetta magn dugar mjög vel fyrir okkur þrjú, mig, Baldvin og Emilíu Emblu.

4 egg pískuð saman (eða bara eggjahvíturnar ef þið viljið gera þetta enn hollara)
2 bananar stappaðir við
tröllahafrar (mér finnst muna öllu að hafa tröllahafra í stað venjulegra, áferðin þið sjáið) - nógu andsk mikið, en þó þannig að samblandið verði áfram blautt.
maldon salt svona dass - 1/2-1 tsk kannski

Yup, that´s it. Gæti ekki verið einfaldara!




Þetta er semsagt allt hrært og stappað og hrært. Svo er þetta steikt á pönnu, bara örfáar mínútúr á hvorri hlið þannig að þetta líti vel út og voilá:



Svo bara njóta! Mér finnst mjög gott að borða þetta bara eintómt, þá fær bananabragðið að njóta sín. En annars finnst mér líka mjög gott að setja smá sykurlausa sultu ofaná :)




1 comment: