Monday, February 3, 2014

Ég hlakka svo til!

Það er óvenju margt að hlakka til þessa dagana get ég sagt ykkur!

- Ég hlakka til að klára þessi tvö próf sem bíða mín núna um miðjan febrúar (sjáiði hvað ég gerði þarna? Ég sneri þessum prófum uppí andhverfu sína og horfði á þetta með bjartsýnisgleraugunum sem ég set stundum upp)

- Ég hlakka MJÖG mikið til að fara til New York. Og þá meina ég mjög MJÖG! Ég ætla að fara upp í Frelsisturninn, ég ætla jafnvel að fara upp í Frelsisstyttuna, ég ætla að rölta um Central Park, ég ætla að skoða Park Avenue og finna mér framtíðarhúsnæði þar, ég ætla að fara að sjá leiskýningu á Broadway, ég ætla á Famous Joe´s, ég ætla í Magnolia Bakery, ég ætla að fá mér crepes með nutella, banana og jarðaberjum... mmmhhh ég hlakka svo til!

- Ég hlakka líka mikið til að fara á matreiðslunámskeið hjá Salt eldhús (http://salteldhus.is/)! Baldvin gaf mér násmkeið í jólagjöf og eftir miklar vangaveltur valdi ég indverska námskeiðið. Ég hefði aldrei komist að niðurstöðu nema með því að ákveða að fara bara fljótlega aftur, svo ótrúlega margt skemmtilegt í boði!

- Ég hlakka til að byrja að vinna í sumar. Ekki bara það að ég hlakki til að fá loksins einhvern pening í kassann, heldur hlakka ég líka til starfsins sjálfs.. 

Þetta eru svona stóru hlutirnir sem ég hlakka til. En svo finnst mér voðalega gott að hlakka til hversdagslegu hlutanna líka. Ég hlakka t.d. ótrúlega mikið til að knúsa litla skottið mitt þegar hún kemur heim af leikskólanum á eftir og ég hlakka til að smakka kvöldmatinn í kvöld, ætla að prófa þennan hér: http://gulurraudurgraennogsalt.com/2013/05/14/mexikoveisla-med-kjuklinga-taquitos/


Það er svo gott að hlakka til, gerir daglegt amstur svo miklu skemmtilegra!
Er eitthvað sérstakt sem þú hlakkar til? 

1 comment: