Wednesday, February 12, 2014

Tvennt sem ég mæli með!

Unga daman mín hefur ekki orðið lasin síðan hún byrjaði á leikskólanum eftir áramót. Foreldrunum til mikillar gleði! Fyrir jól varð hún veik nánast vikulega og það var orðið ansi erfitt - bæði upp á skóla og vinnu hjá okkur.
Í dag, þegar ég var komin heim úr skólanum, og nýsest við lærdóminn er hringt í mig frá leikskólanum og þá var sú stutta búin að vera óhuggandi í 3 korter. Ekkert hafði gerst, hún var ekkert heit, bara eitthvað illa fyrir kölluð. Mamman auðvitað þaut af stað og náði í prinsessuna sem var ofsalega kát þegar ég mætti á svæðið og vildi sko ekkert vera að fara heim. Bara leika með mömmu á leikskólanum. Við stoppuðum svolitla stund og komumst svo með herkjum út í garðinn að leika og töltum svo heim. Ofsalega gott að geta eytt dýrmætum tíma með henni enda hef ég lítið getað verið við seinustu daga/vikur. Við ákváðum að baka, fyrst við vorum nú á annað borð heima. Við prófuðum að baka döðlu og bananabrauðið sem MartaSmarta setti á smartlandið í dag  Við settum það í sparibúning með mjöööög miklu súkkulaði ofaná (ég fylgdi nú samt bara magninu í uppskriftinni, eins og þið sjáið er allt fljótandi en þetta er bara ca helmingurinn af því varð úr!)

 http://www.mbl.is/smartland/matur/2014/02/12/bananakaka_med_dodlum_og_sukkuladikremi/

Okei, ég viðurkenni það að þetta lítur ekkert brjálæðislega girnilega út hahaha. Það leit mun betur út áður en ég baðaði það í súkkulaðinu, lofa! 
En þetta var mjög gott og ég ætla klárlega að gera þetta einhverntíma aftur og þá hversdags og sleppa súkkulaðinu. En þegar litla daman hefur átt erfiðan dag og mamman hefur átt erfiðar vikur er margt leyfilegt í þessum efnum.


Þessari fannst þetta sko ekki leiðilegt!


Hitt sem ég vildi mæla með - The Following. Búin að heyra mikið gott um þá þætti en einhvernveginn gleymdum við alltaf að tékka á þeim... Þar til í gær og herregud! Mér finnst pilotar sjaldnast neitt voðalega skemmtilegir þar sem það fer svo mikið púður í að kynna persónurnar og margir þættir lalla hægt af stað. En vá hvað ég er spennt yfir þessum! 



Ef þið eruð ekki búin að því nú þegar þá mæli ég með þeim (allavegana enn sem komið er)

Heyrumst!

No comments:

Post a Comment