Sunday, February 16, 2014

Illt!!

Mér er illt í höfðinu, mér er illt í augunum, mér er illt í öllum vöðvum sem ég á og þó sérstaklega í herðunum, mér er illt í lófanum eftir að hafa dundrað penna í lófann á mér þegar ég hélt ég væri að setja lokið á, mér er, fjandinn hafi það, illt í sjálfum heilanum og mér er meira að segja svolítið illt í sálinni.

Ástæða allrar þessarar gleði og hamingju eru prófin sem ég er að þreyta þessa dagana. Eitt búið, gekk vel. Annað eftir. Merkilegt hvað þetta er alltaf eins - það er óralangt í frelsið en samt svo alltof stuttur tími til að læra. Nú bíða mín 21 spurning. Ég hef lokið við að rissa upp einhverskonar draug að svari við hverri þeirra en á þó eftir að pússa þær allar og læra þær utanað. Er það gerlegt? Á þremur dögum? Ég á eftir að sjá það gerast... Það vill líka einhvernveginn vera þannig að ég dragi alltaf þær spurningar sem ég vil ekki fá - og nú eru tvær spurningar sem ég vil svo innilega ekki fá. Getur almættið ekki farið að kippa í taumana og verið með mér í liði næst þegar ég vel helv.. miðann?!

Já, þessi próf taka sinn toll. Snúllan mín litla er farin að kveðja mig alltaf með orðunum "mamma, dulle læja". Fjandakornið sem ég sakna hennar allan daginn alla daga. Finnst ég vera að missa af lífinu hennar bara svei mér þá. Henni fer svo mikið fram í þroska á hvejrum einasta degi að það er ótrúlegt!

Ég hef farið í óteljandi próf í gegnum tíðina. Að hugsa sér að ég eigi einungis 6 próf eftir á ævi minni er ANSI ljúft. Ég sé örlitla vonarglætu þarna lengst handan við endi ganganna!


No comments:

Post a Comment