Monday, February 10, 2014

Útsýnið mitt þessa stundina

Mér datt í hug að sýna ykkur útsýnið mitt þessa dagana, en ég er nánast farin að skjóta rótum hér í stólinn á lesstofunni.

Annarsvegar er það þetta hér:


Dásamlegt þetta veður!
Annars, hvað haldiði með þetta þak? Er ekki eittthvað bogið við það? Það er farið að síga ansi mikið og ég hef mikið verið að velta því fyrir mér upp á síðkastið hvort þetta sé farið að hafa áhrif á loftið í íbúðunum fyrir neðan!

Hinsvegar er það svo þetta hér:


Það er varla að ég þori að setja þessa mynd á veraldarvefinn. Allt í steik!
Svona endar skrifborið mitt alltaf þegar ég er að læra mikið. En ég held því fram að þetta sé skipulögð óreiða! Ég myndi sjá það strax ef nokkur myndi voga sér að hreyfa við svo mikið sem einum blaðsnepli. Þarna má sjá stjörnupopppoka sem er síðan fyrir viku (jújú, tómur). Á disknum þarna má sjá hálfétna peru síðan í gærkvöldi. Svo er líka peysan mín þarna samanbrotin. Ég hef ekki hugmynd um afhverju hún er hér, ekki græna glóru! Þegar ég rýndi vel í þessa mynd eftir að hafa sett hana inn sé ég líka að þarna er ein af duddunum hennar Emilíu. Það skil ég enn síður en dularfulla peysusitjúasjónið. Það er ekki eins og ég sé mikið að smjatta á henni svona inn á milli og ekki hefur Emilía komið hingað með dudduna sína. Svei mér...
Svo hanga þarna á veggnum uþb helmingur af þeim beinagrindum sem ég er að rembast við að læra utanað eins og páfagakum einum er lagið.

Nóg í bili



No comments:

Post a Comment