Sunday, February 9, 2014

Reykjavíkurmaraþon!

Það er allur fjandinn sem mér dettur í hug að gera þegar ég á að vera að læra. Stórir draumar fæðast við þetta skrifborð get ég sagt ykkur. Seinast þegar ég ákvað að framkvæma eitthvað án þess að hugsa neitt mikið út í það endaði það á því að við Baldvin unnum hálfa milljón í Vertu viss. Ég sé því enga ástæðu til að hætta að framkvæma svona brjálaðar hugmyndir sem ég fæ.


Nýjasta hugdettan var að skrá mig í Reykjavíkurmaraþonið í ágúst. Jebb..ÉG skráði mig í hlaup, ótilneydd og borgaði meira að segja fyrir það! Ég sem hef aldrei getað hlaupið neitt! Sumar hugmyndirnar mínar eru jú skrítnari en aðrar, ég neita því ekki.

Síðan við fluttum á Eggertsgötuna hef ég vaknað að morgni menningarnætur við hróp og köll og hvatningu og séð hlauparana þjóta hjá. Allir brosandi.. alltaf gott veður! Ég held þetta verði bara gaman. Það er enginn að segja að ég þurfi endilega að vera fyrst. Eða koma á tveimur fótum í mark, alls ekki! En í mark skal ég komast þó það verði skríðandi!


 Ég þyrfti eiginlega að redda mér fána sé ég! 


Það er víst nauðsynlegt að dífa sér útúr þægindarhringnum öðru hvoru og það er víst undir okkur sjálfum komið hversu mikið við fáum útúr lífinu okkar. Við sköpum okkar eigin lukku!


Ég er hrikalega ánægð með þessa ákvörðun, a.m.k núna þegar það eru 194 dagar í hlaupið, sjáum til hversu hátt risið verður á mér eftir 193 daga ;)

Ég hvet ykkur til að vera memm, skráið ykkur!

http://marathon.is/reykjavikurmaraton



P.s. - Ég skráði mig nú ekki í MARAÞON í orðsins fyllstu. Ég læt 10km nægja sem gæti í mínum huga alveg eins verið maraþon...


No comments:

Post a Comment