Thursday, January 30, 2014

Eggjabananahafrapönnsur!

Ég á oft í stökustu vandræðum með hvað ég á að fá mér í hádegismatinn. Best finnst mér ef það er afgangur frá kvöldinu áður, en því er nú ekki alltaf að heilsa. Svona til að sporna við því að frumurnar mínar breytist í kvikasilfur verð ég líka stundum að hafa eitthvað annað en túnfisksvaríasjónir.
Undanfarið hef ég stundum gert mér eggjabananahafrapönnsur. Hrikalega einfalt, eintóm hollusta og bara ansi bragðgott! Held samt að uppáhaldið mitt við þær sé áferðin, ég bara elska áferðina!

Hráefnin eru eins einföld og hugsast getur!
Ég ég er að útbúa þetta bara fyrir sjálfa mig helminga ég magnið sem ég gef upp hér að neðan og þá er ég vel södd. Þetta magn dugar mjög vel fyrir okkur þrjú, mig, Baldvin og Emilíu Emblu.

4 egg pískuð saman (eða bara eggjahvíturnar ef þið viljið gera þetta enn hollara)
2 bananar stappaðir við
tröllahafrar (mér finnst muna öllu að hafa tröllahafra í stað venjulegra, áferðin þið sjáið) - nógu andsk mikið, en þó þannig að samblandið verði áfram blautt.
maldon salt svona dass - 1/2-1 tsk kannski

Yup, that´s it. Gæti ekki verið einfaldara!




Þetta er semsagt allt hrært og stappað og hrært. Svo er þetta steikt á pönnu, bara örfáar mínútúr á hvorri hlið þannig að þetta líti vel út og voilá:



Svo bara njóta! Mér finnst mjög gott að borða þetta bara eintómt, þá fær bananabragðið að njóta sín. En annars finnst mér líka mjög gott að setja smá sykurlausa sultu ofaná :)




Sagan af því þegar ég gerðist svo góð að panta pizzu fyrir Baldvin

Eins og áður hefur komið fram eyddum við, litla fjölskyldan, sumrinu í Stanford þar sem ég var svo lánsöm að fá að nema í sumar. Ég var hluti af programmi í sumarskólanum og allskonar uppákomur hluti af þessu prógrammi sem Baldvin gat því miður ekki tekið þátt í. Ég vorkenndi honum stundum svolítið greyinu að þurfa að hanga heima á meðan ég gerði eitthvað ofsalega skemmtilegt þannig að einn daginn, þegar ég vissi að ég yrði ekki heima um kvöldið, sagði ég við hann að ég ætlaði að bjóða honum uppá pizzu í kvöldmatinn. Ég fann þennan líka ótrúlega girnilega ítalska pizzastað með því að stimpla inn á google "pizza oak creek" (En Oak Creek var það svæði sem við bjuggum á, við bjuggum í götu sem heitir Oak Creek Drive). 
Okei, golden, ég segi honum að panta bara hvað sem hann vilji og ég splæsi. Hann gerir það, pantar sér agalega girnilega pizzu, og svona 40 mín seinna hringir síminn hjá honum. Samtalið var eitthvað á þessa leið....:

Pizzasendill: Hello Baldvin, what is the name of your street?
Baldvin: Oak Creek Drive 1300
Pizzasendill: sorry??
Baldvin: Oak Creek Drive 1300
Pizzasendill (orðinn örlítið pirraður): I don´t understand
Baldvin (ofurhægt og skýrt): Oak Creek Drive 1300
Pizzasendill: I have no idea what you´re saying, you have to talk to my supervisor
Baldvin: okey..
.... smá bið...
Supervisor: Excuse me, what is the name of your street?
Baldvin (sem var farinn að hljóma eins og biluð plata á þessum tímapunkti): Oak Creek Drive 1300
Supervisor: hmm I´m sorry... I don´t know that street...
Baldvin: Oak Creek Drive 1300 Palo Alto!
Supervisor: Palo Alto??? We´re in Wisonsin...
Baldvin: Ó 
Supervisor: well....
Baldvin: well.. okey
Supervisor: okey Bye

Þetta kvöld fékk Baldvin semsagt bara þurrt brauð í kvöldmatinn á meðan pizzan hans beið í Wisconsin og ég fór á fyrirlestur hjá félaga Nelson Mandela. 


P.s.
Baldvin hringdi nú samt til baka og heimtaði að borga pizzuna fyrir þetta klúður. 

Friday, January 24, 2014

Gleðilegan bóndadag!

Mér finnst gaman að stjana við bóndann minn alla daga en mér finnst samt alltaf jafn gaman þegar bóndadagurinn rennur upp.
Undanfarna bóndadaga hef ég vaknað snemma og útbúið morgunmat handa Baldvin og ég gerði enga undantekningu á því í morgun.
Ég stillti vekjaraklukkuna semsagt á 6:15 og læddist þá fram. Ég bjó til amerískar pönnukökur sem eru í uppáhaldi hjá bóndanum, skar niður jarðaber, banana og mangó, bræddi suðusúkkulaði og hvítt súkkulaði og bar svo einnig á borð sýróp og sultu. Ég bjó svo til hressandi, grænt boozt til að hafa með þessu og þá var kl orðin 7:15.
Þá kom að því að vekja feðginin, en það er harla erfitt að fá þau tvö til að vakna. Þau voru hinsvegar hálfpartinn rifin fram úr án þess að ná að jafna sig þar sem ég var svo spennt að byrja að borða!





Elsku besti bóndinn minn sem ég er svo heppin að eiga!


Þessari fannst sko ekki leiðilegt að fá pönnukökur með súkkulaði í morgunmat

Það er svo ofsalega skemmtilegt að gleðja Baldvin. Hann býst aldrei við neinu, biður aldrei um neitt og gleðst alltaf svo innilega, sama hvað maður gerir fyrir hann. Ég er heppin að fá að vera sú sem kallar hann bóndann sinn!

Ég vona að þið njótið dagsins!


Thursday, January 23, 2014

Ný uppgötvun!

Á netrúnti mínum nýlega sá ég uppskrift að túnfisksalati með eplum. Ég varð að prófa!
Ég elska túnfisk og þá sérstaklega túnfisksalat. Það gerir hinsvegar engum gott að borða túnfisksalat með majó í öll mál svo það er þónokkuð síðan ég skipti majonesinu út fyrir kotasælu. Ekki finnst mér það nú síðra.
Í túnfisksalatið mitt fer því allajafna:

-1 túnfiskdós í vatni
- slatti af kotasælu, Ég er ekki með nákvæmt magn... 4-5 matskeiðar kannski? Bara þangað til áferðin er orðin þægileg og mér finnst hlutföllin lúkka girnó
- 2 egg
- salt og sítrónupipar eftir smekk

Þetta er semsagt grunnurinn. Út í þetta er gott að setja allskonar gúmmelaði. Rauðlaukur, maísbaunir, paprika, avocado, chili, ferskt kóríander .. - allt eftir smag og behag. Og nú nýjasta nýtt - epli!

Það kom bara rosalega vel út (með hrökkbrauði) og rann ljúflega niður með grænni boozt-bombu í hádeginu í dag

Mæli meðissu!!



P.s.: ef einhver er með skemmtilegar túnfisksalat hugmyndir þá má sá hinn sami endilega henda slíku á mig!

Lífið

Ja hérna, það gekk svo glimrandi fínt að blogga í byrjun ársins. Svo byrjaði skólinn og kabúmm...

Margt búið að gerast síðan seinast. Ég varð fyrir alvarlegum áhrifum af ferðabloggi sjálfrar míns og keypti mér miða til New York! Hallelúja hvað það verður vel verðskuldað frí.

Ég bauð Baldvin á óvissustefnumót. Hann er svo duglegur alla daga, alltaf, að gleðja mig einhvernveginn. Hvort sem það er óvænt gjöf, falleg orð eða að taka allt í gegn heima! Þetta kom hann óvænt heim með um daginn, ásamt after eight köku... 



.... þið skiljið hvað ég meina?

 Hann á svo mikið skilið að láta dekra við sig alla daga. En þar sem það vinnst nú ekki alltaf tími til þess þá bauð ég honum semsagt út. Við byrjuðum á að skila litlu dúllunni í pössun til afa og ömmu og fórum svo á Primo restaurant (mæli klárlega með hamborgaranum!!). Eftir það tókum við smá rúnt og fengum okkur Valdís. Eftir það fórum við á Mið-Ísland og jahérna. Ég er enn að jafna mig í brosvöðvunum! Þeir eru frábærir :)



Annars er stutt í prófatörn hjá mér. Ég er nefninlega í 2 hraðkúrsum og prófin í þeim eru bara núna um miðjan febrúar. Ef það væri lok nóvember væri ég á haus og ekkert kæmist að nema prófin - en þar sem það er bara lok janúar þá er ég svolítið eins og hauslaus hæna, ég veit það eru að koma próf en einhvernveginn er samt bara janúar, þið vitið.



Best að fara að læra!

Sunday, January 5, 2014

Helgin mín

Þá er seinasti dagur jólafrísins að renna sitt skeið, ansi leið þetta nú hratt. Ég hefði alveg verið til í nokkrar vikur í viðbót í fríi. En æj, ef maður lítur á björtu hliðarnar þá hlakka ég nú til að fá rútínuna í gang aftur. Ég læt mig dreyma um að komast mun meira í ræktina heldur en undanfarna mánuði og ég hlakka til að freistast ekki lengur í óhollustuna sem leynist á hinum ýmsustu stöðum og á alltof auðvelt með að ná mér á sitt vald.

Helgin okkar var hin ljúfasta. Ég komst loksins í ræktina í gær eftir alltof langa pásu og mikið sem það var nú notalegt! Og vöðvarnir hafa minnt á sig í dag og það er fátt jafn gott og það.

Eftir ræktina var ég orðin glorsoltin og brunaði beint á Saffran þar sem ég átti deit með þessari yndislegu sem er þvi miður að fara að yfirgefa Frón í næstu viku!



 Ansans vesen hvað allir búa í útlöndum þessi misserin...

Við Baldvin nutum svo kvöldsins með nammi í skál (ó, svo fallegri skál sem við fengum frá mömmu og pabba)


Í dag keypti ég mér svo skólabækurnar en þær fá að dúsa ofan í poka aðeins lengur. Ég er þó ekki frá því að efni bókanna sé alls ekki svo slæmt en það á þó eftir að koma betur í ljós.

Þar sem ég fékk að sofa út í gær fékk Baldvin að sofa út í dag og við snúllubína fórum á fætur saman (vildum þó báðar kúra áfram en einhverntíma þarf þessi sólarhringur að komast í lag..!)
Þreytan var fljót að rjátlast af mér enda naut ég besta félagsskapar sem hægt er að hugsa sér. Sjáiði bara þetta dúllubarn!


Seinni partinn í dag fórum við svo í IKEA. Ég elska, elska, elska IKEA og við vorum þarna í uþb 3 klst. Týndum allskonar ofaní körfu, allt auðvitað eitthvað sem okkur bráðvantaði. Eða... þið vitið... kannski ekki. Ég verð samt að hrósa IKEA fyrir nokkra hluti

- Ég elska fjölskyldustæðin, sem eru breiðari en venjuleg stæði og tiltölulega nálægt búðinni. Ekki það að ég sé á breiðum bíl, nei nei, ég er á litlum Yaris. Litlum, þriggja dyra Yaris. Sem er bölvað vesen með barn aftur í sem þarf að klifra inn og sækja. Veit ekki hversu oft ég hef stoppað fólk úti á götu og beðið það um að halda hurðinni á meðan ég klifra inn eða út úr bílnum. Alltaf gaman!

- Skiptiaðstaðan er til fyrirmyndar! Aldrei haft jafn gaman af kúkableyju í búð. Inni í dásamlega skiptiherberginu var allt hreint og fínt, þarna voru bleyjur í tveimur stærðum, bleyjupokar, bleyjurusl og RISA skiptiborð. (Ef þið hefðuð sagt mér fyrir ca tveimur árum síðan að það væri hægt að vera svona spenntur yfir bleyjuskiptingum hefði ég haldið að nokkrar skrúfur væru lausar, en svona er þetta, dagsatt mömmulíf)

- Maturinn margrómaði, sem ég hafði aldrei smakkað fyrr, hann var bara ansi góður! Hann var held ég betri vegna þess hve ódýr hann var. Saman borguðum við undir 1700kr fyrir þrjá rétti. Það þarf lítið til að gleðja mig og budduna mína!


Hrikalega ánægð fjölskylda í IKEA

Þessi valdi sér nýjan dótakassa undir allt nýja fína dótið sem hún fékk í jólagjöf
Emilía fann sér fína skrifstöfu í miðri búð
Þessi fíni bangsi fékk að fljóta með heim.

Syrpan af Emilíu Emblu og dúkkuborðinu sem fékk nýtt hlutskipti sem stóll:


Ekkert eðlilegra en að sitja á dúkkuborði.

Emilíu fannst ekki leiðilegt að fá ís. Eftir að við vorum búin að borga rauk hún af stað og fann ís og sagði pabba sínum pent að henni finndist það mjög góð hugmynd ef fengi hún eins og eitt stykki ís. Ég kem í humátt á efir þeim og sé ísinn og segi við Baldvin að við yrðum nú eiginlega að fá okkur ís. Baldvin bara hristi hausinn og ísinn varð okkar! Við kunnum þetta við mæðgur.












Saturday, January 4, 2014

Ferðalögin mín

Ég er ansi gefin fyrir það að ferðast og eins og hjá mörgum magnast útþráin þegar kuldinn og myrkrið standa sem hæst.

Ég hef farið þónokkuð mörgum sinnum til útlanda. Oftast hef ég farið til Spánar (ég er ekki alveg með fjölda skipta á hreinu þó). Þar hef ég heimsótt Costa del Sol, Madrid, Barcelona og Mallorca (oftar en einu sinni og oftar en tvisvar). Spánn hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, ég get ekki alveg útksýrt hvers vegna en landið togar fast í mig. Mig langar virkilega að prófa að búa þar í einhvern tíma seinna meir þar sem ég gæti lært málið almennilega og sogað í mig menninguna.

Madrid finnst mér stórkostleg og mig langar mikið að eyða meiri tíma þar.
Barcelona finnst mér enn magnaðari og sameinar hún í raun allt það sem utanlandsferðir þurfa að hafa að mínu mati - stórborg með mikla sögu og menningu en eins er þar hægt að liggja á ströndinni og sleikja sólina. Markaðir og litlir staðir víðsvegar um borgina hafa svo mikinn sjarma. Auk þess stendur borgin mjög nærri hjarta mínu því við Baldvin trúlofuðum okkur þar. Baldvin fór á skeljarnar við kastala nokkurn á hæð sem nefnist Montjuic, dásamlegur staður sem ég get ekki beðið eftir að heimsækja aftur.


Þarna má sjá hæðina í baksýn. Dásemd!

Kastalaveggirnir

Útsýnið ekki amalegt!

Við fengum að ferðast upp hlíðarnar í þessum tryllitækjum

Costa del Sol er auðvitað ekta túristastaður og svosem ekki mikið annað um þá ágætu strönd að segja. Ég fór þangað sumarið sem ég varð 18 með fimm vinum mínum. Ég gerði ekki mikið annað en að sleikja sólina á meðan þeir fóru í könnunarleiðangra uppa á einhverja hóla þar um kring. 

Svo hef ég komið til Danmerkur tvisvar, aldeilis ágætis ferðir. Sérstaklega þó sú síðari sem innihélt Rolling Stones tónleika sem er með því skemmtilegra sem ég hef gert um ævina. Það er Bucket listanum mínum að endurtaka þann leik en ég er ansi hrædd um að ég þurfi þá að fara að drífa í því!

Ég fór til Rhodos í útskriftarferð með MR. Það var ágætt en ekkert mikið meira en það verð ég að segja. Það var þó fyrsta utanlandsferð okkar Baldvins saman!

Svo fórum við Baldvin í vikuferð til London eitt sinnið. Þangað langar mig að fara einhverntíma aftur. Oxford St., Mama mia, Hyde Park og fleira heillaði mig mikið.

Ég hef svo komið nokkrum sinnum til Bandaríkjanna en þar hef ég heimsótt Orlando einu sinni, Maryland tvisvar, New York, Boston, San Francisco og Palo Alto. 

Ég var eiginlega of ung þegar ég heimsótti Orlando, ég var bara fimm ára. Ég man þó eftir risastórum fugli og hræðilegasta rússíbana sem ég hef farið í. Enginn nema ég vissi þó fyrirfram að um væri að ræða rússíbana en mamma stóð í þeirri meiningu að um væri að ræða hæga lestarferð um garðinn. Mér var ekki trúað, enda lestin komin og farin á núlleinni áður en mamma náði að snúa sér við þegar ég var að vara hana við. En semsagt, mig langar að heimsækja Florida einhverntíma aftur og þá helst Disney og Miami.

Ég heimsótti svo Siggu systur tvisvar þegar hún bjó í Maryland og í leiðinni skoðaði ég höfuðborgina sem er mér mjög minnisstæð. Hvíta húsið, Minnismerkið, þinghúsið, Lincoln, Smithsonian - allt þetta og meira til!

New York var algerlega frábær og ég get ekki beðið eftir að komast þangað aftur og þá helst í paraferð. Maður nær kannski ekki að kynnast borginni á sama hátt þegar maður er með eina eins árs með sér. Oh, ég fæ bara fiðring í tærnar sko!

Boston - ég hafði of lítinn tíma þar til að skoða Boston nógu vel en við Baldvin fórum þó og skoðuðum Harvard og svona nánasta nágrenni og efttir þá heimsókn var ég alveg harðákveðin að bóndinn skyldi í þann skóla, svo vel líkaði okkur.

San Francisco kom mér á óvart og því miður ekki á nógu góðan hátt. Maður hafði svona óljósa hugmynd úr bíómyndunum en að mati okkar Baldvins var hún mun meira shabby en við höfðum gert okkur í hugarlund. Það er erfitt að útskýra það nánar eða benda á einhverja ákveðna ástæðu, svei mér þá. En það er þó auðvitað heilmargt fallegt þar og mjög gaman að koma þangað. Næst langar mig að skoða betur bæinn "hinum megin við" Golden Gate og svo japönsku te-garðana.

Palo Alto - ofsalega lítill og krúttlegur bær í stórkostlegu umhverfi og æðislegu veðri. Höfuðstöðvar frumkvöðlastarfsemi og mikið sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að prófa að búa þar í 2 mánuði!


Ég vildi að ég hefði myndir til að setja við hvern stað því myndir segja auðvitað meira en svo mörg orð. En myndirnar úr þessum ferðum er því miður að finna á hinni tölvunni minni og þið verðið þessvegna barað sjá þetta fyrir ykkur. (Fyrir utan það að þessi póstur yrði eflaust farinn að nálgast hið óendanlega ef ég ætti að fara að velja myndir)

Við Baldvin erum að safna minjagripum fraöllum þeim stöðum sem við höfum komið á en vorum ekki búin að vera nægilega lengi saman þegar við fórum til Rhodos til að átta okkur á ða kaupa eitthvað þaðan! Sem er ansi miður því að ég efast um að við munum koma þangað aftur einhverntíma... Ég óska því eftir minjagrip þaðan ef einhver vina minna er á leiðinni :) 

Hérna má sjá safnið okkar - þetta eru þeir staðir sem við höfum farið til saman :)

Þetta listaverk keyptum við af götumálara á Römblunni. Þaðvar mikið um svoleiðis en þessi var algjörlega frábær og mér fannst hann standa upp úr, eftir að hafa labbað margar ferðir upp og niður þá götu. Við erum enn á leiðinni að kaupa okkur ramma utanum hana og koma henni fyrir upp á vegg. Nú stendur hún uppá rönd hjá hinum minjagripunum inni í glerskáp í stofunni. Myndin er af Römblunni. (Barcelona 2010)
Auðvitað verður maður að kaupa símaklefa þegar maður fer til Lundúna. Ég fór reyndar ekki inn í neinn slíkan á meðan á dvölinni stóð en Baldvin gerði það og við eigum mynd af honum þar sem hann er með "ojj hvað það er vond lykt hérna inni" svip. Enda innihald klefans allt útmigið... ég var ekkert að heimta mynd af mér eftir þá svaðilför :) (London 2011)

Við vorum bara 2 nætur í Boston og dagskráin var þéttpökkuð. Við uppgötvuðum okkur til mikils ama að við gleymdum að kaupa minjagrip þar! Ásta, systir Baldvins, reddaði því og keypti þennan fína RedSox bolta fyrir okkur þegar hún fór til Boston nú rétt fyrir jólin! (Boston júní 2013)

Við ákváðum að kaupa okkur bara einn minjagrip sem dugar fyrir bæði SanFran og Palo Alto og fyrir valinu varð þessi fíni Cali-hafnarbolti. Við vorum að spá í GoldenGate brúnni en það er einmitt mynd af henni á þessum bolta (SanFran og PaloAlto júní-ágúst 2013)
New York, ó New York. Frelsisstyttan, að sjálfsögðu. (New York ágúst 2013)

Ég held ég segi þetta gott áður en ég stekk af stað út á völl og kaupi mér miða eitthvert út í heim :)











Thursday, January 2, 2014

2014

Enn eitt árið gengið í garð. Það er sko þetta með tímann, ég bara skil ekki hvað hann flýgur.

Áramótin eru, í mínum huga, alltaf merkileg tímamót. Það er fyndið að hugsa til þess að það sé einhver einn ákveðinn tímapunktur sem markar einhverskonar upphaf, því að í stóra samhenginu er dagurinn í dag auðvitað ekkert frábrugðinn deginum í fyrradag. 

Ég hef strengt ýmis áramótaheit í gegnum tíðina. Flest hafa þau nú tengst hreyfingu, bættu matarræði og jafnvel ákveðinni kílóatölu. Það er bara eitt áramótaheit sem ég hef staðið við, meira að segja svo rækilega að ég stend enn við það (með fáeinum undantekningum). Verst að ég man ekki hvenær það var en ég held að áratuginum hafi verið náð, svei mér þá. (Mamma kannski man þetta betur?) En allavegana - ég hætti að drekka gos einhver áramótin í fyrndinni. Mér fannst það ægilega sniðugt því að ein bekkjarsystra minna var alltaf í gos eða nammibindindum í X langan tíma. Ég man að ca 10 mín yfir 12 á miðnætti ætlaði ég að klára úr glasinu mínu, en lagði það frá mér jafnharðan þegar ég áttaði mig á að upp var runnið nýtt, goslaust, ár. 

En nóg af endurminningum í bili. Ég er með nokkur markmið fyrir þetta ár:

- Ég ætla að vera dugleg að blogga!!
- Ég ætla að halda dagbók, og þá sérstaklega með dótturina í huga, mikið held ég að það verði gaman fyrir hana seinna meir. Vildi að ég hefði byrjað á því strax.
- Ég ætla að muna að njóta augnabliksins og lifa í núinu.
- Ég ætla að reyna að stíga út fyrir þægindahringinn eins oft og ég get
- Ég ætla að taka áskorunum fagnandi
- Ég ætla að reyna að lágmarka allan kvíða og muna hvað það er sem skiptir máli
- Ég ætla að taka fleiri myndir

Mér finnst þetta bara nokkuð góður markmiðslisti. Hann er, eins og sjá má, nokkuð matskenndur og teygjanlegur - en er það ekki bara fínt? Aðalatriðið er að mínu mati að ég verði besta hugsanlega útgáfan af sjálfri mér og ég held að þetta sé bara ágætis lykill að því. 

Árið hefur farið vel af stað með miklu Emilíuknúsi. Sem er sko það besta sem ég veit. Hún er orðin svo stór og mikill krakki og heimsins skemmtilegasti karakter. 


Ég meina, sjáiði þetta gull?? Hér er hún með sósu út á kinn og virkilega sátt með lífið í gamlárspartýi hjá Ömmu Dagnýju.



Emilía Embla fékk að vera með í ís-partýi með stóra fólkinu. 


Þarna var klukkan að slá 12 og mín kona enn vakandi að biðja um fleiri rakettur.


Emilía þarf sko engan fótaskemil til að slaka á með tásur út í loft.


Sultuslök á nýársdag sem fór í spil hjá Ömmu Dagnýju. Aðal sat í ruggustól með kex og horfði á barnatímann svona á milli þess sem hún tók þátt, af fullum krafti, í spilunum. 


Ég vona að árið 2014 fari um ykkur ljúfum höndum og ég hlakka til að pósta hér mun reglulegar.