Sunday, January 5, 2014

Helgin mín

Þá er seinasti dagur jólafrísins að renna sitt skeið, ansi leið þetta nú hratt. Ég hefði alveg verið til í nokkrar vikur í viðbót í fríi. En æj, ef maður lítur á björtu hliðarnar þá hlakka ég nú til að fá rútínuna í gang aftur. Ég læt mig dreyma um að komast mun meira í ræktina heldur en undanfarna mánuði og ég hlakka til að freistast ekki lengur í óhollustuna sem leynist á hinum ýmsustu stöðum og á alltof auðvelt með að ná mér á sitt vald.

Helgin okkar var hin ljúfasta. Ég komst loksins í ræktina í gær eftir alltof langa pásu og mikið sem það var nú notalegt! Og vöðvarnir hafa minnt á sig í dag og það er fátt jafn gott og það.

Eftir ræktina var ég orðin glorsoltin og brunaði beint á Saffran þar sem ég átti deit með þessari yndislegu sem er þvi miður að fara að yfirgefa Frón í næstu viku!



 Ansans vesen hvað allir búa í útlöndum þessi misserin...

Við Baldvin nutum svo kvöldsins með nammi í skál (ó, svo fallegri skál sem við fengum frá mömmu og pabba)


Í dag keypti ég mér svo skólabækurnar en þær fá að dúsa ofan í poka aðeins lengur. Ég er þó ekki frá því að efni bókanna sé alls ekki svo slæmt en það á þó eftir að koma betur í ljós.

Þar sem ég fékk að sofa út í gær fékk Baldvin að sofa út í dag og við snúllubína fórum á fætur saman (vildum þó báðar kúra áfram en einhverntíma þarf þessi sólarhringur að komast í lag..!)
Þreytan var fljót að rjátlast af mér enda naut ég besta félagsskapar sem hægt er að hugsa sér. Sjáiði bara þetta dúllubarn!


Seinni partinn í dag fórum við svo í IKEA. Ég elska, elska, elska IKEA og við vorum þarna í uþb 3 klst. Týndum allskonar ofaní körfu, allt auðvitað eitthvað sem okkur bráðvantaði. Eða... þið vitið... kannski ekki. Ég verð samt að hrósa IKEA fyrir nokkra hluti

- Ég elska fjölskyldustæðin, sem eru breiðari en venjuleg stæði og tiltölulega nálægt búðinni. Ekki það að ég sé á breiðum bíl, nei nei, ég er á litlum Yaris. Litlum, þriggja dyra Yaris. Sem er bölvað vesen með barn aftur í sem þarf að klifra inn og sækja. Veit ekki hversu oft ég hef stoppað fólk úti á götu og beðið það um að halda hurðinni á meðan ég klifra inn eða út úr bílnum. Alltaf gaman!

- Skiptiaðstaðan er til fyrirmyndar! Aldrei haft jafn gaman af kúkableyju í búð. Inni í dásamlega skiptiherberginu var allt hreint og fínt, þarna voru bleyjur í tveimur stærðum, bleyjupokar, bleyjurusl og RISA skiptiborð. (Ef þið hefðuð sagt mér fyrir ca tveimur árum síðan að það væri hægt að vera svona spenntur yfir bleyjuskiptingum hefði ég haldið að nokkrar skrúfur væru lausar, en svona er þetta, dagsatt mömmulíf)

- Maturinn margrómaði, sem ég hafði aldrei smakkað fyrr, hann var bara ansi góður! Hann var held ég betri vegna þess hve ódýr hann var. Saman borguðum við undir 1700kr fyrir þrjá rétti. Það þarf lítið til að gleðja mig og budduna mína!


Hrikalega ánægð fjölskylda í IKEA

Þessi valdi sér nýjan dótakassa undir allt nýja fína dótið sem hún fékk í jólagjöf
Emilía fann sér fína skrifstöfu í miðri búð
Þessi fíni bangsi fékk að fljóta með heim.

Syrpan af Emilíu Emblu og dúkkuborðinu sem fékk nýtt hlutskipti sem stóll:


Ekkert eðlilegra en að sitja á dúkkuborði.

Emilíu fannst ekki leiðilegt að fá ís. Eftir að við vorum búin að borga rauk hún af stað og fann ís og sagði pabba sínum pent að henni finndist það mjög góð hugmynd ef fengi hún eins og eitt stykki ís. Ég kem í humátt á efir þeim og sé ísinn og segi við Baldvin að við yrðum nú eiginlega að fá okkur ís. Baldvin bara hristi hausinn og ísinn varð okkar! Við kunnum þetta við mæðgur.












3 comments:

  1. Myndin af ykkur þremur er svo fyndin! Þið tvö að pósa, EE með húfuna niður í augum og sér ekki neitt og þú blindandi að gefa henni bita, en hvorugar sér ísinn.. hahah. Æ bara dúllulegast og fyndnast :D

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hahah, já við vorum í svona leik þar sem hún átti að giska hvað hún var að borða þú veist... :p

      Delete