Thursday, January 23, 2014

Lífið

Ja hérna, það gekk svo glimrandi fínt að blogga í byrjun ársins. Svo byrjaði skólinn og kabúmm...

Margt búið að gerast síðan seinast. Ég varð fyrir alvarlegum áhrifum af ferðabloggi sjálfrar míns og keypti mér miða til New York! Hallelúja hvað það verður vel verðskuldað frí.

Ég bauð Baldvin á óvissustefnumót. Hann er svo duglegur alla daga, alltaf, að gleðja mig einhvernveginn. Hvort sem það er óvænt gjöf, falleg orð eða að taka allt í gegn heima! Þetta kom hann óvænt heim með um daginn, ásamt after eight köku... 



.... þið skiljið hvað ég meina?

 Hann á svo mikið skilið að láta dekra við sig alla daga. En þar sem það vinnst nú ekki alltaf tími til þess þá bauð ég honum semsagt út. Við byrjuðum á að skila litlu dúllunni í pössun til afa og ömmu og fórum svo á Primo restaurant (mæli klárlega með hamborgaranum!!). Eftir það tókum við smá rúnt og fengum okkur Valdís. Eftir það fórum við á Mið-Ísland og jahérna. Ég er enn að jafna mig í brosvöðvunum! Þeir eru frábærir :)



Annars er stutt í prófatörn hjá mér. Ég er nefninlega í 2 hraðkúrsum og prófin í þeim eru bara núna um miðjan febrúar. Ef það væri lok nóvember væri ég á haus og ekkert kæmist að nema prófin - en þar sem það er bara lok janúar þá er ég svolítið eins og hauslaus hæna, ég veit það eru að koma próf en einhvernveginn er samt bara janúar, þið vitið.



Best að fara að læra!

No comments:

Post a Comment