Tuesday, February 11, 2014

Satay-kjúklingasalat

Í kvöld var þessi dásemd í matinn á mínu heimili:


Ég hefði eflaust getað tekið mun betri mynd hefði ég ekki verið að drífa mig svona mikið að komast í að borða! M-m-mmm..

Þegar ég var lítil var ég síður en svo hrifin af salötum, sama hvert innihaldið var. Eftir að ég komst til vits og ára (ja, allavega ára) kann ég mun betur að meta þau og hef oftar en ekki salöt í kvöldmatinn. Það er svo agalega létt og ljúffengt í maga!

Ég hef nokkrum sinnum áður gert satay-kjúklingasalat en þó aldrei jafn djúsí og þetta hér.

Í botninn fer spínat (einn bakki úr Bónus)
Næst kemur svo kúskús (án bragðs). Ég notaði tæpan bolla af kúskús og sauð það með hálfum grænmetistening.
Svo er það kjúklingurinn. 3 kjúklingabringur skornar í bita, saltaðar og pipraðar og steiktar á pönnu og einni krukku af satay sósu hellt yfir og það látið krauma í smá. 
Því næst kom grænmeti í bitum, 1 gul paprika, 8 konfekttómatar, 4 lítil avocado, hálfur rauðlaukur. 
Yfir herlegheitin stráði ég svo fetaostbitum og muldu nachosi.

Einfalt, hollt, ljúffengt og létt í maga - Ég veit ekki hversu mikið meira maður getur beðið um.



No comments:

Post a Comment