Thursday, September 5, 2013

Ég er á lífi!

Ég veit ekki hvursu oft ég hef hugsað, nei hingað og ekki lengra, nú verð ég að fara að blogga! En svo allt í einu þá bara geri ég það óvart ekki. Svo þegar ég í alvörunni ætlaði að gera það seinast þá var myndavélasnúran týnd. Og ég sem lofaði myndum í næsta bloggi. Út í búð með mig að kaupa snúru! Snúran er komin og nú get ég andað léttar!

 Ég skil ekkert í sjálfri mér að hafa ekki skrifað niður hugsanir á meðan á Stanford dvölinni stóð. Ég man það bara næst.. Ferðin var yndisleg, frá upphafi til enda, og ég væri svo alveg til í að hafa fengið að vera bara örlítið lengur.. Ég bið nú ekki um mikið!

 Við stoppuðum nokkrar nætur í NY á leiðinni heim. Löbbuðum eins og vitleysingar allan þann tíma sem við vorum þar og náðum að sjá merkilega mikið. Húsbandið var búið að útbúa googlemaps kort sem var fullkomið. Ég er ekki að gantast með það að hann var eins og innfæddur og leiddi mig um stræti og breiðgötur og vissi allt. Gat sagt mér hvaða þættir/myndir voru teknar upp hér, hver bjó hér og þar, var kominn með skemmtilega matsölustaði og hann var meirað segja búinn að setja klippur úr þáttum/bíómyndum sem hann ætlaðist til að við horfðum á á þeim stað sem þær voru teknar upp. (... eru ekki allir sammála um að hann sé örlítið nörd?)



Grand Central, ófáar senurnar sem maður hefur fengið að sjá þaðan.

Húsbandið og Grand Central
Bókasafnið
Rockafeller


Ísland!
Friday´s og skottið litla að lita

Þakka almættinu fyrir þennan poka, þar sem daman lét nú ekki bjóða sér kerruna nema stöku sinnum.

Ó það var heitt
Litla fjölskyldan
Hann er vígalegur þessi!
Yndislegt! Gamlir járnbrautateinar sem nú er búið að breyta í göngugötu
Friendsfíkillinn sáttur
Washington Square Park
Þarna bjó karakter Will Smith í I am legend
Þarna býr Alec Baldwin
Empire State - hótelið okkar var í 2 mín göngufjarlægð
Flat Iron
9/11 memorial - blómið sem þið sjáið þarna vinstra megin er sett hjá þeim sem hefðu átt afmæli þann daginn. Þennan dag var mikið af blómum, sem gefur okkur góða hugmynd um hversu margir það voru sem létu lífið. 
Fyrir utan Ritz hótelið var þessi bíll. Það var rautt reipi allt í kring og NYPD lögga að passa bílinn. Búgattí heitir hann víst og þykir eitthvað voðalega fínn. Húsbandið var allavegana alveg gapandi og rasandi og starandi og slefandi. Eftir smá spjall við lögguna kom í ljós að það var Saudi arabískur prins sem átti hann. 
Duglegi ferðalangurinn minn!

Einn daginn rigndi - fyrsta rigningin sem við sáum frá því við fórum af Fróni. Þá tókum við upp vatnshelduvideovélina okkar sem jafnframt er myndavél (bestu kaup lífs míns). Og því er ég ekki með þær myndir í þessari tölvu.
Á þeim má hinsvegar sjá ráðhúsið, dómstólana, rigningu, starbucks og fleira, þið verðið bara að nota ímyndunaraflið.

 En jæja, vildi bara aðeins reka inn nefið og prófa þennan myndafítus.
 Litla skottið er á leikskólanum, maðurinn í vinnunni og ég á að vera að læra.

 Takk og bless

No comments:

Post a Comment