Sunday, September 22, 2013

Ljúfar helgar

Ég ætlaði svoleiðis að skella inn einni færslu eftir síðustu helgi en svo tók gubban völdin og þá er bara allt í einu aftur komin helgi. Það er náttúrulega ekki í lagi hvað tíminn flýgur!

Seinasta helgi var alveg frábær. Enda þótt að húsbandið hafi legið í gubbunni á laugardag og sunnudag.. Meiri endemis viðbjóðurinn sem sú pest er.

Á föstudagskvöldið fórum við Baldvin á date. Það fyrsta almennilega síðan við giftum okkur. Það er nú ekki hægt að neita því að það var voða ljúft að komast aðeins út bara tvö, barnlaus og ekkert stress :)
Við byrjuðum á að fara á Steikhúsið - staður sem við mælum klárlega með!
Við fengum okkur svona matseðils-combo, þriggja rétta dásemd!







Svo dásamlegt! Þangað ætlum við sko klárlega aftur



Eftir matinn drifum við okkur heim og skelltum okkur í þægilegri föt og fórum svo í Bogfimi hjá Bogfimisetrinu. Það er eitthvað sem ég mæli klárlega með. Ótrúlega skemmtilegt og alveg viðráðanlegt í verði :). Svo er fólkið sem vinnur þarna svo miklir fagmenn. 


Svona án þess að ætla að monta mig neitt mikið.. þá vann ég Baldvin! Það gerist sárasjaldan og er því þeim mun sætara. Honum fannst það ekki jafn skemmtilegt...

Á laugardagsmorguninn vaknaði Baldvin alveg fárveikur svo að ég fór til mömmu og pabba að sækja skottið litla og við enduðum á að eyða deginum með þeim og Evu Maríu. Fórum á Fabrikkuna og fleira skemmtilegt. 




Þessari fannst sætu kartöflufranskarnar alls ekki svo galnar!


Á Laugardagskvöldið var svo spilakvöld með familíunni. Það klikkar aldrei! Svo skemmtilegt og létt klikkað lið :)


Þessi helgi hefur svo síður en svo verið af verri gerðinni.
Í gær fengum við góða gesti í kaffi og ég skellti af því tilefni í ljúffenga snúða


Ég klikkaði auðvitað á að taka myndir af gestunum....


Um kvöldið fengum við Baldvin svo þá skyndihugdettu að fá mömmu og Siggu til að spila við okkur. Mikið hlegið og mikið gaman!


Ég ætla að setja inn uppskriftina að snúðunum við allra fyrsta tækifæri. Þeir voru mjög svo ljúffengir! :)


4 comments:

  1. Er að gæða mér á snúðunum núna, djö vorum við heppin að eignast afgangana. Takk fyrir spilakvöldið, verður að endurtaka! :D

    ReplyDelete
  2. Ohh vá, hljómar ekkert smá vel! Pant kíkja á Steikhúsið sem fyrst :) ...og í kaffi til þín! :D

    ReplyDelete
  3. Verði þér að góðu Sigga mín! Og já, klárlega! Ætla að fá fleiri svona hugdettur!

    Ó já, komdu í kaffi Guðrún!!

    ReplyDelete