Thursday, October 2, 2014

Meistaramánuður!

Nú er heldur betur langt síðan ég skrifaði hér síðast. Við skulum ráða bót á því!

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að nú er meistaramánuður hafinn.
Ég hef aldrei tekið þátt áður en í ár ætla ég að vera með. Þetta er að vísu hálf furðulegur mánuður og brjálað að gera - en er það ekki einmitt tíminn til að meistarast svolítið?

Eins og sönnum meistara sæmir hóf ég mánuðinn á því að skila inn staðfestingu á meistararitgerðarefni. Ansi þungu fargi af mér létt þar!




Annars eru markmiðin mín þessi:

- Hreyfa mig í amk 30 mín á hverjum degi
- Hætta á fb/instagram í símanum eftir að ég kem upp í rúm
- Borða hollt og næra líkamann vel. Nammidagurinn verður þó enn í hæfilegum hávegum hafður
- Njóta líðandi stundar og þá sérstaklega þess tíma sem ég er með Emilíu Emblu, hafa þá ekki áhyggjur af einhverju öðru rétt á meðan.
- Vera duglegri að hrósa fólkinu í kringum mig. Amk einn á dag!
- Vera einbeittari við lærdóminn þegar ég loksins hef tíma fyrir hann
- Muna að vera glöð og þakklát fyrir þá hluti sem ég hef


Mér finnst þetta bara hinn fínasti markmiðslisti. En eins og ég segi, mánuðurinn er heldur betur þéttpakkaður hjá mér. Ég var að byrja í nýrri vinnu, fer í lokapróf eftir 1,5 viku og til útlanda eftir 3 vikur. Svo þetta er ekki beint rútínumánuðurinn mikli, ég geri þó mitt besta! :)


No comments:

Post a Comment