Monday, February 9, 2015

Af törnum, rækt og íþróttakálfi

Mikið ferlega hef ég verið léleg hér undanfarið! Það skal kannski engan undra en ég hef verið í vægast sagt bilaðri törn. Það er svosem ekkert lát á því fyrr en einhverntíma seinna, en er það ekki bara líf og fjör?

Eins þakklát og ég er fyrir öll þau tækifæri sem ég hef fengið undanfarið get ég eiginlega ekki orðið beðið eftir að geta sinnt bara einu í einu, eða í mesta lagi tveimur hlutum :)

Það er orðið alveg til skammar hvað það er langt síðan ég fór í ræktina síðast. Þessi törn einhvernveginn tók af mér öll völd. Ég veit að tíminn er engin afsökun þegar kemur að hreyfingu, en þegar við hjónin erum bæði á haus hverja einustu mínútu alla daga er eiginlega ekki mikið eftir. En um leið og ég ákvað að láta tímaleysi ekki standa í vegi fyrir ræktinni varð ég veik. Ég er enn að berjast við þessa bölvuðu pest sem virðist ætla að að staldra óþarflega lengi við. Einkadóttirin ákvað þó upp á sitt einsdæmi að mamman skyldi taka með sér æfingu áður en hún færi að sofa. Jább, mikið rétt, hún er tveggja ára.. Hún lét mig hanga á upphífingarstönginni okkar, gera armbeygjur, planka og bjarnagöngu. Það þýddi ekkert fyrir mig að malda í móinn. Stefni að því að mæta í síðasta lagi á fimmtudaginn í ræktina, eitthvað þarf ég að gera til að halda í við litla íþróttakálfinn minn.



No comments:

Post a Comment