Wednesday, March 25, 2015

Af hjartamálum og fleiru

Hæ, muniði eftir mér?

Nú er ég bæði farin og komin frá Búdapest, verð eiginlega að gera sér færslu um þá ferð, hún var æði! Svo styttist í DC - bara rétt rúm vika!!

Annars er ég búin að fá skriflegar og 2x munnlegar niðurstöður úr öllu hjartaveseninu. Þetta á víst að vera það saklausasta í heiminum en vel viðurkennt að ég geti fundið heljarinnar hellings fyrir þessum ósköpum. Það kemur auðvitað ekkert í veg fyrir það að mér finnist eins og ég sé hreinlega að detta niður dauð í hvert sinn sem ég fæ "kast". Ég átti sérstaklega slæma nótt/morgun núna í morgun. Fannst hjarstláttaóreglan standa yfir samfleytt í uþb klst, þó það hafi nú eflaust verið einhver taktur þarna inná milli..

Ég er víst með mun fleiri aukaslög en meðal Jóninn en það á víst að vera fullkomlega góðkynja. Ekki ert vitað afhverju ég er að finna fyrir þessu svona mikið núna en hann segir líklegast að ég hafi alltaf verið svona en ekki fundið fyrir þessu. Stress getur víst valdið því að maður fari að finna fyrir þessu í auknum mæli (nú eða kóffín eða nikótínneysla í óhófi - þar sem hvorugur kosturinn getur átt við um mig stendur bara eitt eftir). Mér finnst það að vísu hálf skrítið því að ég hef oft, eiginlega alltaf, verið mun stressaðari en nú. Nema að vísu útaf þessu hjartaveseni, þá er ég bara heljarinnar hellings stressuð yfir því. Læknrinn segir að þetta gæti verið horfið eftir hálft ár en gæti líka verið eitthvað sem ég mun þurfa að lifa með alltaf. Í fullri hreinskilni þá hræðir seinni kosturinn mig heilmikið.

Ég er núna harðákveðin í að stressa mig ekki yfir neinu, það mun ekkert ná að slá mig út af laginu. Ég ætla að vera dugleg að rækta sálina og líkamann og gera það sem mér þykir skemmtilegt. Ég ætla nefninlega ekki að lifa lífinu í ótta alla daga alltaf. Ég ætla að njóta þess, til þess er það. Það er ENGIN ástæða til að stressa sig yfir hlutunum. Maður gerir bara það sem manni þykir skemmtilegt og gerir þá eins vel og maður getur, leiðindi, stress og pirringur er tímasóun.

Okei? OKEI?! You with me?

Yfir og út

No comments:

Post a Comment