Monday, March 2, 2015

To do

Ég áttaði mig allt í einu á því að ég er á leiðinni til útlanda - ekki á morgun heldur hinn. Ég þurfti þessvegna að kafa ofaní fjallið sem hefur verið að vaxa hægt og rólega uppúr þvottakörfunni minni og þvo svona það nauðsynlegasta. Fattaði líka að ég á engar sokkabuxur, því verður kippt í lag á morgun.

Ég þarf líka að undirbúa svona það nauðsynlegasta og bjarga því sem bjargað verður hvað varðar málatilbúnaðinn. Fyrri keppnin mín er á föstudag, vá hvað ég er spennt! Ef þú hefðir spurt mig, tja, eiginlega bara hvenær sem er á síðustu 25 árum, hvort ég væri á leiðinni að keppa í alþjóðlegri ræðukeppni.. Já, nei, þeirri spurningu hefði ég alltaf svarað neitandi. Þar til í lok desember. 

Maður stækkar víst ekki þægindahringinn öðruvísi en að hoppa útfyrir hann öðru hvoru. Ég hvet þig til að gera það sama við sem flest tækifæri. 

To do listi morgundagsins lítur því svona út:
- reifa nokkra dóma
- nótera niður basic svör við basic spurningum
- Lesa yfir ræður mótherjanna
- læra ræðuna nokkurnveginn miklu betur
- kaupa sokkabuxur
- pakka í tösku
- knúsa Emilíu Emblu nægilega til að það endist mér þar til á mánudaginn næsta. 

Ég er spennt!


No comments:

Post a Comment