Tuesday, December 9, 2014

Óskalisti (1)

Fólk er farið að þrýsta verulega á mig að unga út eins og einum óskalista. Ég hef ekki alveg haft tíma til að pæla í því í þaula en ég er þó með nokkrar hugmyndir sem mér datt í hug að setja hér inn. Ég ætla mér svo að gera fleiri óskalista eftir prófið, bæði sem gæti gengið fyrir okkur Baldvin saman og svo einn fyrir Emilíu Emblu skott
En hérna kemur allavegana minn - tekið skal fram að þetta er ekki listað í neinni sérstakri röð, ef svo væri ættu skórnir eiginlega að vera efst :)





Jógahandklæði kæmi sér virkilega vel 

Mig langar mjög mikið í klassískan, fínan kjól. Kjólar og konfekt væri sniðugur áfangastaður en svo eru líka einhverjir fínir t.d. í Esprit, eins og t.d. þessi hér:




Smashbox on the rocks augnskuggapalletta. Svo fínt!


Yrsa klikkar sjaldnast og það er alltaf gaman að fá bók í jólapakkann. 


 

Mig vantar svo sárlega fína/hversdags skó! Þessir eru allir fínir en mér finnst þessir með teygjunni þó flottastir. Fást í Kaupfélaginu.

Og þessir! Vagabond - fást líka í Kaupfélaginu


eða svona!



Mér finnst alltaf gaman að fá ræktarföt! 'Eg er nokkuð vel sett af buxum eins og er en það má bæta við bolina. Hlýrabolirnir henta mér best og ekkert verra er að hafa þá í lit. Mikill kostur væri ef bakið væri skemmtilegt. Það væri sniðugt að kíkja í Altis (eða under armour horn Útilífs) eða NikeVerslun til að finna svona fínerí. 



Helena Rubenstein - Lash Queen Mystics Blacks. Þessi kæmi sér hrikalega vel!


Nude varalitur - merkið skiptir ekki öllu máli en t.d. Mac eða Dior, svo lengi sem liturinn er nude :)

Alltaf gott að ilma vel - Bon bon ilmvatn frá Viktor and Rolf 



Spray gel for curls frá Tony&Guy - þrái svona en hef ekki komist í að kaupa mér. Ég bíð og sé hvort þetta gæti komið uppúr einhverjum pakkanum :)




Mig langar líka í fallega eyrnalokka. Einhverja sem eru ekki lafandi, ekki of stórir og eru settlegir. Ég er með einhverskonar kúlur í huga en það er þó ekkert skilyrði. Ég er mest hrifin af einhverjum klassískum, silfri eða hvítagulli, með steinum eða án. ég er ekkert sérlega mikið gefin fyrir gull en að sjálfsögðu eru til margir flottir eyrnalokkar með einhverri gyllingu. Hljóma ég pínu erfið?


Jebb, þið sjáið rétt. Mig langar í svona Birckenstock inniskó. Akkúrat þessa stundina er ég er á lesstofunni í brúðarskónum mínum. Þeir einu sem ég á sem auðvelt og fljótlegt er að henda sér í. Þessir eru ó svo fínir!


Mig langar svolítið í svona fínerí, Polar úr - Fæst t.d. í Hreysti 

No comments:

Post a Comment