Monday, December 15, 2014

Óskalisti Emilíu Emblu

Jæja, prófin búin og maður getur nokkurnveginn um frjálst höfuð strokið. Nú hefst minn uppáhaldstími. Allt á fullu við að undirbúa jólin, finna fallegar gjafir, pakka þeim inn og vera með þeim sem manni þykir vænt um.

Ég lofaði víst óskalista þeirrar stuttu (þó svo að ég sé viss um að margir séu búnir að afgreiða það). Í uppáhaldi hjá henni eru Lína Langsokkur, Dóra og Diego og Skoppa og Skrítla en mín dama er síður en svo vanþákklát og finnst flest allt spennandi - svona eins og eflaust flestir 2-3 ára krakkar. Dásamlegur aldur :)

Frá okkur foreldrunum fær hún sæng og kodda (sængin er 100x140), sængurver og Línu Langsokk brúðu. Ég veit til þess að hún fái önnur sængurföt og Herra Níels brúðu.



Í Toys ´r us rýkur mín alltaf beint að hljómborðunum sem þar eru. Þau eru með míkrafón og þar leikur hún listir sínar. Í gær var ég í hinum enda búðarinnar og heyrði í minni syngja "Hér sérðu línu langsokk" og spila undir auðvitað. Þau kosta þó svolítið marga peninga og lítið hljómborð myndi eflaust vekja stormandi lukku, sem og míkrafónn sem væri hægt að syngja í (sem magnar þá hljóð)




Emilía er voðalega forvitin um stafina og það er hægt að fá svona stafi með seglum sem væru voða sniðugir fyrir hana. Þeir fást eflaust víða en ég hef séð svoleiðis í Toys.



Hún hefur rosalega gaman af bókum og finnst ofsa gott að láta lesa fyrir sig fyrir svefnin. Núna fæst Línu Langsokk þrautabók (Bónus, Eymundsson, Hagkaup amk) með límmiðum. Hún er eflaust hugsuð fyrir aðeins eldri en ég blaðaði aðeins í gegnum hana og er viss um að Emilía gæti vel hugsað sér svona :) En eins og ég segi, sögubækur eru líka ekkert síðri.  (Með myndum þó)





Hana er farið að vanta hlýja lambhúshettu. Til dæmis mætti nefna 66N eða Fix (lindex)  Svo myndi hlýr kragi koma sér voðalega vel. 


Snúllan litla getur leikið sér endalaust með playmokallana sína. Raðað og leikið með :)




Ég vona að þetta hafi getað hjálpað einhverjum að fá einhverjar hugmyndir. En annars er ég viss um að það sé erfitt að komast hjá því að slá í gegn hjá henni.  :)



No comments:

Post a Comment