Saturday, November 29, 2014

Jólin

Mér finnst jólin svo dásamleg! Mikið sem ég er glöð að hafa hátíðarnar til að lífga upp á annars dimma vetrarmánuðina.

Heimilið mitt hefur verið undirlagt þessa önnina. Ég get eiginlega ekki byrjað að útskýra hversu mikið hefur verið að gera hjá okkur hjónakornunum síðan í ágúst. Eins og hjá mörgum öðrum námsmönnum gefst lítill tími í lok nóvember/ byrjun desember til að koma jólunum upp. Mér finnst það alger synd, sérstaklega gagnvart stelpuskottinu mínu sem er hin kátasta að sjá öll jólaljósin úti. Ég hafði líka alltaf haft hug á því að hún fengi pakkadagatal eins og ég þegar ég var yngri. Ég ætlaði að sauma út klukkustreng á meðgöngunni. Löng saga stutt; hér erum við, tveimur og hálfu ári síðar og enginn klukkustrengur til enn (og ekki einu sinni búið að kaupa í það). Hún fær því ekkert pakkadagatal þetta árið. En jólasveinarnir koma sem betur fer til byggða og bjarga því sem bjarga verður varðandi jólaleysið fyrstu 2 vikurnar í desember.

Um daginn pöntuðum við seríur á heimkaup (því ekki höfum við tímann til að fara alla leið út í búð) og með í körfuna fékk að fylgja einn lítill glugga-seríu-jólasveinn sem hangir nú einmana í stofuglugganum okkar.

12. desember verða jólin sett á fullt blast og á næsta ári byrja jólin í september!

1 comment:

  1. Jæja, jólaljósin fara allavega upp í kvöld... eða kannski á morgun. Allavega fljótlega þegar það verður tími :P

    ReplyDelete