Tuesday, January 20, 2015

Af sundferð og hugleiðingum



.... Já, ég fór semsagt í sund í kvöld. Fannst eitthvað hálf bjánalegt að vera að stoppa og taka mynd af blessðri lauginni svo ég reyndi að laumast til þess á meðan ég rölti að. Úr varð þessi óskapnaður hérna að ofan. Held ég sé ekkert að laumast næst!

En allaegana. Mikið sem það var gott að fara í kvöldsund. Þegar ég var lítil fór pabbi mjög oft með mig í sund á kvöldin. Ég var búin að gleyma því hvað það er notalegt. Það var líka fínasta veður og alls ekki of kalt. Ég tók ágætis sund æfingu og settist svo í pottinn. Fór þar að velta fyrir mér hvað það væri mikið af fólki sem gerði allskonar annað en að fleygja sér uppí sófa eftir kvöldmat og liggja þar þartil það drattast inn í rúm. Þannig eru kvöldin yfirleitt hjá okkur enda yfirleitt bæði útkeyrð eftir daginn. 

Ekki alveg jafn tengt, og þó. Það var heilmikið af pörum, voða notalegt að fara saman í sund svona á kvöldin örugglega. Ég fór þá að hugsa hvað við Baldvin eigum okkur gjörólík áhugamál og áhugasvið bara yfir höfuð. Ég fór að hugsa um hvernig þetta yrði þegar við verðum ekki eins bundin heima með barnið/börnin og gætum farið að dúlla okkur allskonar saman. Niðurstaða mín var eiginlega sú að við þyrftum þá bæði að finna okkur ný áhugamál ef hitt ætti að nenna að koma með. Allt svona skemmtilegt er nefninlega eitthvað sem Baldvin fílar ekkert sérstaklega. (Hann er hinsvegar meira fyrir svona allskonar ekki jafn skemmtilegt). 

Allavegana, það eru víst alveg nokkur ár í að hann þurfi að sætta sig við að koma með mér í allt þetta skemmtilega sem við ætlum að gera saman einhverntíma. Eins og t.d. sund!

No comments:

Post a Comment