Thursday, January 8, 2015

Ég fer í fríið

Það lifnaði heldur betur yfir skammdeginu í gær! Ég fjárfesti í miðum til Búdapest í mars og Washington í apríl þar sem ég mun keppa í Jessup! Svo höfum við hjúin bókað ferð til Parísar, í paraferð, í júní. Mikið sem ég hlakka til. Að ferðast er það skemmtilegasta sem ég geri og mikið sem ég er glöð að fá tækifæri til að ferðast svona mikið á þessu ári.

Það er ekki á hverjum degi sem maður fer til Búdapest:







Ég hef tvisvar farið til Washington, þar af einu sinni núna bara fyrir 2 mánuðum síðan. Ég er alveg yfir mig hrifin af þeirri borg og finnst sko ekki leiðilegt að vera að fara þangað aftur. Þar verð ég í tæpar 2 vikur.








Svo er það París, Þangað hefur mig alltaf langað til að koma. Baldvin laumaði svo einni parísarferð í pakkann undir jólatréð í ár. Ég get ekki beðið! Það verður dásamlegt að fá að spóka sig um í París í viku og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Þetta verður langþráð paraferð með mikilli rómantík og skemmtun.









Já, ég segi nú ekki annað!

Þá er best að halda áfram að undirbúa þessa greinargerð sem er víst lykillinn að Jessup. 



1 comment: