Saturday, January 3, 2015

Hápunktar!

Nýr dagur, næstum búin að jafna mig á svekkelsi næturinnar.
Tók þó þá ákvörðun að fara ekki að endurskapa bloggið í heild sinni, ég hef ekki þolinmæðina í það.

Það sem stóð upp úr á síðasta ári var:

- New York ferð með bóndanum, Emilíu Emblu, mömmu og pabba í febrúar. Það var yndislegt! Fæ hreinlega ekki nóg af þeirri borg og get ekki beðið eftir að skreppa þangað aftur.

- Ohio og Washington (og örstutt stopp í Boston) í október/nóvember með kollegum mínum úr lagadeild. Mikið sem það var skemmtilegt. Ég fékk að skjóta úr byssu, halda Halloween hátíðlegt, hitta justice Scalia, skoða Hæstarétt Bandaríkjanna auk dómshúsa í Ohio, hitta attorney general í Columbus, skoða þinghús, borða góðan mat, kynnast skemmtilegu fólki, fara í risa skemmtigarð sem þó var nánast lokaður vegna mígandi rigningar, versla, sjá the amish og sitja tíma í lagadeild ONU!

- Útilega með mömmuhópnum mínum fyrstu helgina í júlí. Þar hélt ég að mögulega myndum við drukkna úr rigningu. Við fengum einbýlishús mömmu og pabba lánað og þakkaði ég ítrekað fyrir að þurfa ekki að sofa í tjaldi. (Jebb, ég var einu sinni skáti)

- 2 ára afmæli þeirrar stuttu þar sem ég fór hamförum í kökugerð!

- 26 ára afmæli bóndans þar sem ég afrekaði að fara með í kynnisflug sem ég gaf honum að gjöf. Nú er ég harðákveðin að læra flug einhverntíma.

- 1 árs brúðkaupsafmæli.

- 25 ára afmæli sem eytt var í góðum selskap.

- 2 barnasturtur, en ég eignaðist nokkra litla vini á árinu sem leið.

- Síðasta prófið í lagadeild

- Fékk nýja vinnu þar sem ég uni mér alveg hreint glimrandi vel.

- Umsóknarferli Baldvins í háskóla í Bandaríkjunum. Ef þú heldur að það sé vinna að sækja um, þá skaltu margfalda það nokkrum sinnum, þá ertu a.m.k. örlítið nær raunveruleikanum.

- Auður, Pálmi, Eva María, Sara Lind, Matthías, Daníel, Jóhanna og Benjamín flúðu land. Ég er ofsalega stolt af þeim en sakna þess hræðilega að hafa þau nálægt. Sérstaklega finn ég það núna hvað Emilía hefði haft gaman að því að hafa þau nálægt. Við þurfum endilega að fara að drífa okkur í heimsókn.


Já, alveg hreint ágætis ár, viðburðarríkt og ljúft. 2015 verður hinsvegar ekki síðra og ég er hrikalega spennt fyrir öllu því sem er á dagskrá þetta árið. Get ekki beðið!

Þakka allar góðu stundirnar á liðna árinu kæru vinir, megi þær verða fleiri árið 2015.


No comments:

Post a Comment