Thursday, January 8, 2015

Góðhjartaða súlkan með litla músarhjartað

Ég þekki ekki marga sem eru góðhjartaðri og yndislegri en elsku stelpan mín. Hún sér alltaf til þess að öllu sé skipt jafnt og allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. (Hvort sem það er dót, eitthvað matarkyns eða eitthvað allt annað). 

Hún er hinsvegar með ansi lítið músarhjarta. Henni finnst fuglar t.d. eitt af því ógnvænlegra sem verður á vegi hennar. Þessir litlu skógarþrestir þið vitið. Um daginn gat hún t.d. ómögulega spilað fótbotla því að hinum megin á vellinum glitti í einn lítinn þröst. Hún segir líka iðulega áður en hún fer að sofa "Það er enginn fugl hér?" í spurnartón. Ekki veit ég hvaðan hún fær þessa fuglafóbíu. 

Við fjölskyldan ræddum um daginn að við þyrftum nú endilega að gefa greyjunum smá að borða svona úr því það væri vetur og svona mikill snjór. Við létum verða af því í dag og bíðum spennt þar til í fyrramálið að sjá hvort að fuglarnir hafi þáð matarboðið. 




Hetjan hlitla með vasaljósið sitt



Þarna rakst hún einmitt á einn vængjaðann


Mjög spennandi



Fuglar eru svo reyndar ekki eina dýrið sem hún veit ekki alveg hvering hún á að haga sér í kringum. Hún er svakalega áhugasöm um öll dýr en á sama tíma stirðnar hún upp ef dýrin koma of nærri. Það verður eitthvað að vinna með þetta áður en við fáum okkur hund. 
Um daginn sá hún einmitt hund pissa í grasið og sagði þá með undrunartón "hann er að pissa í grasið! En hestarnir borða grasið, það er nú svolítið skrítið!" Skarplega athugað hjá minni..





1 comment:

  1. Haha, ég var ekki búinn að heyra þetta með hundinn og hestana. Hún sagði mér samt að hún hefði séð hund pissa í grasið og fundið pissulykt :P

    ReplyDelete