Sunday, January 18, 2015

Ammmrískar pönnukökur


Uppáhalds matartíminn minn er klárlega brunch. Um helgar og á sérstökum tyllidögum er voðalega gott að sofa út og dunda sér síðan í eldhúsinu og framreiða allskonar gotterí. Þá eru amerísku pönnukökurnar alltaf lykilatriði. Uppáhalds er að hafa nóg af ávöxtum og setja svo smávegis skvettu af dökkri súkkulaðibráð. 

Þetta var einmitt tilfellið í morgun:


Með mango, jarðaberjum, bönunum og 70% súkkulaði. Óviðjafnanlegt!

'Eg hef prófað nokkrar uppskriftir af amerískum pönnukökum í gegnum tíðina en þessi finnst mér langbest. Hún er ákaflega létt og mjúk og bragðgóð. Það er voðalega einfalt að henda í einn skammt af þessu og henda því á pönnuna.


5 dl hveiti
4 tsk lyftiduft (ég nota vínsteins)
1 tsk salt
1/2 dl hrásykur
4 dl mjólk
2 egg
60 gr bráðið smjör/smjörlíki
vanilludropa eftir smekk (ég set rúmlega 2 tappa)


Þessu er öllu hrært saman eftir kúnstarinnar reglum og svo sett á pönnu. Mér finnst best að hafa þær ekkert alltof stórar, sný þeim svo þegar það fara að koma loftbólur og voilá!

Verði ykkur að góðu!








No comments:

Post a Comment