Tuesday, January 13, 2015

Golden Globe 2015

... Nei, þetta er ekki færsla um hár og förðun, enda hef ég ekkert sérstakt vit á slíku. Mig langaði hinsvegar aðeins að skoða þættina sem þar komu við sögu. 

Í ár "áttum við Íslendingar" sigurvegara í fyrsta sinn. Jóhann Jóhannsson hlaut verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything, sem fjallar um Stephen Hawking. Það er nú nokkuð impressive!

Ég er mikill þáttaunnandi og sífellt í leit að nýjum lendum til að nema þegar kemur að sjónvarpsþáttum. Mér fannst því gaman að renna yfir listann og sé mér gott til glóðarinnar á næstu mánuðum þegar tími gefst til. 
(Þessir sem ég litaði rauða hlutu verðlaunin í hverjum flokki og í sviga aftanvið er einkunnin á imdb)


Best television series - Drama

The Affair 


Þetta eru nýir þættir sem ég hef ekki enn séð en get eiginlega ekki beðið eftir að kíkja á. . IMDB lýsir þeim einhvernveginn svona: sálræn áhrif framhjáhalds á milli giftrar þjónustukonu og kennara sem eyðir sumrinu sínu á landareign tengdaforeldra sinna. Áreiðanlega gott stöff!   (8)


Downton Abbey 



Fólk virðist alveg vera vitlaust í hann þennan, allskonar fólk af öllum gerðum hefur dásamað hann við mig og ég er eiginlega orðin pínulítið forvitin. Umgjörðin heillar mig ekkert sérstaklega þó. Hefðarfólk og vinnuhjú fyrir WWI?? Ég ætla að hafa þetta bakvið eyrað a.m.k., svona ef í harðbakka slær gæti verið að ég kíki á þetta.
 Imdb: A chronicle of the lives of the Crawley family and their servants, beginning in the years leading up to World War I. (8,8)

Game of Thrones



Ég gafst upp á þessum, eiginmanninum til mikillar armæðu. Ég fíla bíómyndir í þessum dúr en ég nenni eiginlega ekki að fylgjast með heilu þáttaröðunum. Of mikið víkingatímabils og drápsfílingur fyrir minn smekk. En ég veit að ég er voðalega sér á báti þegar kemur að þessu áliti mínu, það virðast flestir vera sammála um að elska þessa þætti, sbr. einkunnina á imdb.
Imdb: Several noble families fight for control of the mythical land of Westeros. (9,5)

The Good Wife


Ég fíla þessa. Einhverntíma datt ég út og ég á fullt inni, þarf eiginlega að fara að drífa í að athuga hvar ég var stödd. Fíla konseptið og fíla leikarana. Þetta eru þó svona þættir sem mér þykir þægilegt að horfa á með öðru auganu og er ekkert að pissa á mig úr spenningi á meðan ég bíð eftir næsta. Flottir „brjótasamanaþvott“ þættir!
Imdb: Alicia has been a good wife to her husband, a former state's attorney. After a very humiliating sex and corruption scandal, he is behind bars. She must now provide for her family and returns to work as a litigator in a law firm. (8,3)

House of Cards


Aftur, allir virðast elska þessa. Ég hef hinsvegar ekki alveg fundið taktinn. En það gæti reyndar verið vegna þess að ég byrjaði að horfa einhverntíma þegar ég var veik og vildi endilega fá Baldvin til að horfa með mér á þá, hann er hinsvegar alltaf eitthvað dræmur þegar kemur að því að vera í House of Cards stuði. Við kannski kippum því í lag sem fyrst og ég get þá myndað mér almennilega skoðun.
Imdb: A Congressman works with his equally conniving wife to exact revenge on the people who betrayed him. (9,1)

BEST PERFORMANCE BY AN ACTRESS IN A TELEVISION SERIES - DRAMA

Claire Danes - Homeland
Viola Davis - How to get away with murder
Julianna Margulies - the good wife
Ruth Wilson - the affair
Robin Wright - house of cards

Hef svosem ekki mikið að segja um þetta annað en að ég mæli með How to get away with murder! Það eru svona „ó mæ, ég verð að sjá næsta þátt“ þættir. Líka gaman að segja frá því að sá sem leikur eitt aðahlutverkanna lék Dean Thomas í Harry Potter. Sami höfundur og skrifaði Private Practice, Grey´s Anatomy og Scandal. Allt þættir sem ég elska!


Imdb: A group of ambitious law students and their brilliant criminal defense professor become involved in a twisted murder plot that promises to change the course of their lives. (8,2)

BEST PERFORMANCE BY AN ACTOR IN A TELEVISION SERIES - DRAMA

Clive Owen - The Knick
Liev Schreiber - Ray Donovan
Kevin Spacey - House of Cards
James Spader - The Blacklist
Dominc West - The Affair

Hérna þarf ég aðeins að minnast á Blacklist. Ég er alveg orðin húkkt á þeim. 



Mér finnst James Spader líka bara eiga þáttinn! Hann er stórkostlegur! Ef þið hafið ekki kíkt á þá þá mæli ég eindregið með að vinda sér í það verk ekki seinna en strax. FBI drama! (8,2)


BEST TELEVISION SERIES - COMEDY OR MUSICAL

Girls 



Ég fíla Girls! Öðruvísi þættir sem eru líka einhvernveginn raunverulegri heldur en allir þessir glamúr þættir þar sem allir líta út eins og súpermodel og vaða í peningum. Mæli með!
Imdb: A comedy about the experiences of a group of girls in their early 20s. (7,5)

Jane the Virgin


Aldrei heyrt um þessa, verð að viðurkenna að tagline-ið hreyfir ekki við mér, en hef þá bakvið eyrað.
Imdb: A young, devout woman discovers that she was accidentally artificially inseminated. (7,5)

Orange is the new black


Þessa þætti elska ég og binge-horfði alveg á þá út í gegn seinasta suma, tvær seríur. Þarf svo að bíða, ekki svo þolinmóð, eftir næstu. Gallinn við þessar Netflix seríur.
Imdb: The story of Piper Chapman, a woman in her thirties who is sentenced to fifteen months in prison after being convicted of a decade-old crime of transporting money for her drug-dealing girlfriend. (8,5)

Silicon Valley

Ég er svolítið spennt fyrir þessum.
Imdb: In the high-tech gold rush of modern Silicon Valley, the people most qualified to succeed are the least capable of handling success. A comedy partially inspired by Mike Judge's own experiences as a Silicon Valley engineer in the late 1980s. (8,4)

Transparent


Ég hafði aldrei heyrt um þessa en er mjög spennt að byrja.
Imdb: An LA family with serious boundary issues have their past and future unravel when a dramatic admission causes everyone's secrets to spill out.(8,1)


BEST PERFORMANCE BY AN ACTRESS IN A TELEVISION SERIES - COMEDY OR MUSICAL
Lena Dunham – Girls
Edie Falco - Nurse Jackie
Julia Louis-Dreyfus – Veep
Gina Rodriguez - Jane the Virgin
Taylor Schilling - Orange is the new black


BEST PERFORMANCE BY AN ACTOR IN A TELEVISION SERIES - COMEDY OR MUSICAL
Louis C.K. Louie
Don Cheadle - House of Lies
Ricky Gervais - Derek
William H Macy - Shameless
Jeffrey Tambor - Transparent

BEST MINI-SERIES OR MOTION PICTURE MADE FOR TELEVISION
Fargo
The Missing
The Normal Heart
Olive Kitterbridge
True Detective

Ég á enn eftir Fargo og True Detective. Margir hafa veri að dásama þá við mig og ég er sko með þá bakvið eyrað.








No comments:

Post a Comment